Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 59
að taka það fram, að fyrst og fremst ber að sinna þeim
vöðvum, sem eru lamaðir, og æfa þá eins og tök eru á.
Þegar hinn lamaði vöðvi (eða vöðvasvæði) hefur verið
nuddað eins og hæfilegt er talið hverju sinni, er venja að
láta sjúklinginn hreyfa hina veikluðu vöðva eða vöðva-
svæði eftir föstum reglum, en þess skal þó jafnan gætt,
að aðstoða hann eftir þörfum. Slíkar æfingar eru margs
konar og gerðar með ýmsu móti, svo sem æfingar á þar
til gerðum bekk, æfingar á gólfi, æfingar á dýnu, æfingar
á svifrá (rekk), æfingar fyrir framan spegil, þar sem
sjúklingur styðst við tvíslá (barr), svo að hann geti
sjálfur séð, hvað á vantar, til þess að hreyfingar séu eðli-
legar. (Sjá mynd).
Ef kraftur lamaðs vöðva eða vöðvasamstæðu er milli
einkennistalnanna 1 og 3, ber að fjarlægja (eliminere)
Heilbrigt líf
153