Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 61
yfirlæknir við Bæjarspítalann í Kaupmannahöfn, sem
allvel hefur athugað og fylgzt með áhrifum rafmagns á
taugar og vöðva, er hlynntur notkun þess við mænusóttar-
sjúklinga. Hann hefur og unnið að gerð sérstakra raf-
magnstækja, sem nota má til sjúkdómsgreiningar og
lækninga á lömunum af völdum mænusóttar.
Vöðvar dragast saman, þegar hreyfitaug þeirra er ert
með rafmagni, og þannig er stundum hægt að láta veikl-
aðan vöðva dragast saman, sé hreyfitaug hans ert með
rafmagnsstraumi. Bezt er talið að gefa einstök, tiltölulega
stutt rafmagnshögg, sem þurfa þó að vera svo löng
og sterk, að þau valdi samdrætti í hinum lamaða vöðva.
Venjulega er talið hæfilegt, að straumurinn sé 5—30
millisekúndur (millisekúnda = Viooo hluti úr sekúndu),
því að lamaður vöðvi þarf lengri ertingu heldur en heil-
brigður vöðvi. Þess vegna er faradiskur rafmagnsstraum-
ur oftast of stuttur, 0,5—1 millisekúnda, til þess að erta
vöðva, sem er með hrörnunareinkennum. Sé nú notaður
rafpúði (elektroða), sem er 40—50 mm. í þvermál, 5—60
,,milliampera“ styrkleiki og höfð tvískauta-(dipólar)-ert-
ing. Er talið, að rafeindaverkanir (elektrólytiskar verk-
anir) séu svo óverulegar, að þeirra gæti ekki, þegar löm-
uðum vöðva er gefið rafmagn með tíðkanlegum tækjum.
Eins og menn vita, eyðileggst eða skemmist hin ytri
hreyfistöð (perifer motorisk neuron), þegar sjúklingur-
inn með mænusótt lamast. Samfara mikilli lömun koma
í ljós meiri eða minni hrörnunareinkenni frá næmasta
hreyfisvæði vöðvans (motoriskum punkti), og minnkar
þá t. d. næmi fyrir rafmagnssnertingu.
Er því talið heppilegast að erta lamaðan vöðva frá
tveimur stöðum. Slík erting veldur einna beztum sam-
drætti í vöðvanum og verkar síður á aðra vöðva, sem
ástæðulaust er að erta.
Rafmagnsstraumur frá vönduðum tækjum, sem skyn-
Heilbrigt líf 155