Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 62
samlega eru notuð, vinnur þannig gegn rýrnun lamaðs
vöðva og stuðlar að því, að vöðvinn verði síðar meir
hæfari til starfa, ef hinir ytri taugahnútar ná sér.
Hér hefur að nokkru leyti verið lýst því helzta, er gera
þarf fyrir mænusóttarsjúklinga, ef þeir hafa lamazt, og
er auðskilið, að ekki er mögulegt að veita þeim hæfilega
læknishjálp og umönnun, nema kostur sé allmikils hús-
rýmis og margs konar tækja, og er þeim ýmist komið
fyrir á sérstofnunum, sem reistar eru einar sér eða í
tengslum við sjúkrahús. Fer slíkt eftir því, hvað skyn-
samlegast er talið hverju sinni.
Af framangreindu sést, að margt má gera fyrir sjúk-
linga, sem lamazt hafa vegna mænusóttar. Öll slík með-
ferð krefst mikillar þolinmæði, vandvirkni og nærfærni
gagnvart sjúklingunum, enda oft hægt að ná undra-
verðum árangri.
Lækningatilraunum þarf að halda áfram öðru hvoru í
tvö ár að minnsta kosti, en þess á milli fara að sjálfsögðu
hvíldartímabil.
Ég hef fylgzt með sjúklingi, sem fékk alvarlega veiklun
í hægra axlarsvæði og upphandleggsvöðva árið 1945. Hon-
um er enn þann dag í dag að fara fram, svo að hér er
íhugunarefni fyrir hendi, hvenær hætta skuli meðferð.
Nú kann einhver að spyrja eitthvað á þessa leið: Borgar
það sig fyrir þjóðfélag að leggja í mikinn kostnað vegna
sjúklings, sem hefur lamazt, og batnar sjúklingnum ekki
nákvæmlega eins án allrar þessarar fyrirhafnar og kostn-
aðar, ef honum á annað borð getur batnað?
Þetta atriði hefur verið athugað. Svonefnd Harvard-
nefnd lét t. d. rannsaka sjúklinga, sem lamazt höfðu af
mænusótt í New England 1940. Niðurstaðan varð eins og
hér greinir, ef teknar voru hliðstæðar lamanir:
Ef sjúklingurinn fékk enga meðferð við lömuninni, var
batinn í hlutfallinu einn á móti einum.
156
Heilbrigt líf