Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 69

Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 69
Það er auðskilið af því, sem hér hefur verið sagt, að bezt er fyrir sjúklinginn að vera á fótum, ef mögulegt er. I nýtízku sjúkrahúsi er það líka áberandi, hve fáir eru raunverulega rúmliggjandi. Auðvitað geta ekki allir nýuppskornir sjúklingar verið á fótum guðslangan dag- inn, og það er ekki heldur æskilegt eða til þess ætlazt. En strax daginn eftir gall-, botnlanga-, kviðslits- eða nýrnauppskurði fá sjúklingarnir að vera á fótum hálfa klukkustund að morgninum og jafnlengi síðdegis. Dag frá degi lengist fótavistartíminn. Sjúklingurinn fær aldrei þá tilfinningu að vera bundinn við rúmið, hann getur farið á salernið, hann fær loft í lungun, og blóðið kemst á hreyfingu. Það er engin hætta á, að sárin rifni upp. Þvert á móti hefur það sýnt sig, að sár læknast miklu fyrr við hreyfingu, og orsakast það sennilega af örari bióðrás. Verki í sárunum verður auðvitað oft að deyfa með morfini, svo sem regla er að gefa eftir uppskurði. Sé það ógerlegt, sjúkdómsins vegna, að láta sjúklinginn vera á fótum, verður að sjá um, að hann geti hreyft sig að einhverju leyti í rúminu. Það má t. d. láta hann gera æfingar með fótunum (hjóla), setja hring yfir rúmið eða létta til fóta, svo að hann geti lyft sér eða setzt upp í rúminu öðru hvoru, og loks má a. m. k. hagræða sjúk- lingnum oft og snúa honum, svo að hann losni við þreyt- una, sem fylgir því að liggja kyrr, og til þess, að fremur sé hægt að fyrirbyggja legusár. Það reynir að vissu leyti á hugkvæmni og þolinmæði hjúkrunarkonunnar og láta sjúklingana starfa á þennan hátt að bata sínum, því að oft eru þeir erfiðir og finnst óþægilegt að þurfa að hreyfa sig. En það borgar sig. — Bezt er auðvitað, að sjúklingurinn hreyfi sig sjálfur og noti sitt eigið vöðvaafl. Þó getur þurft að hjálpa honum við hreyfingarnar, og er einnig gagn að því. Eftir æðastíflu í hjartanu hljótast stundum mestu vand- Heilbrigt lif 163
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.