Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 69
Það er auðskilið af því, sem hér hefur verið sagt, að
bezt er fyrir sjúklinginn að vera á fótum, ef mögulegt
er. I nýtízku sjúkrahúsi er það líka áberandi, hve fáir
eru raunverulega rúmliggjandi. Auðvitað geta ekki allir
nýuppskornir sjúklingar verið á fótum guðslangan dag-
inn, og það er ekki heldur æskilegt eða til þess ætlazt.
En strax daginn eftir gall-, botnlanga-, kviðslits- eða
nýrnauppskurði fá sjúklingarnir að vera á fótum hálfa
klukkustund að morgninum og jafnlengi síðdegis. Dag
frá degi lengist fótavistartíminn. Sjúklingurinn fær aldrei
þá tilfinningu að vera bundinn við rúmið, hann getur
farið á salernið, hann fær loft í lungun, og blóðið kemst
á hreyfingu. Það er engin hætta á, að sárin rifni upp.
Þvert á móti hefur það sýnt sig, að sár læknast miklu
fyrr við hreyfingu, og orsakast það sennilega af örari
bióðrás. Verki í sárunum verður auðvitað oft að deyfa
með morfini, svo sem regla er að gefa eftir uppskurði.
Sé það ógerlegt, sjúkdómsins vegna, að láta sjúklinginn
vera á fótum, verður að sjá um, að hann geti hreyft sig
að einhverju leyti í rúminu. Það má t. d. láta hann gera
æfingar með fótunum (hjóla), setja hring yfir rúmið eða
létta til fóta, svo að hann geti lyft sér eða setzt upp í
rúminu öðru hvoru, og loks má a. m. k. hagræða sjúk-
lingnum oft og snúa honum, svo að hann losni við þreyt-
una, sem fylgir því að liggja kyrr, og til þess, að fremur
sé hægt að fyrirbyggja legusár.
Það reynir að vissu leyti á hugkvæmni og þolinmæði
hjúkrunarkonunnar og láta sjúklingana starfa á þennan
hátt að bata sínum, því að oft eru þeir erfiðir og finnst
óþægilegt að þurfa að hreyfa sig. En það borgar sig. —
Bezt er auðvitað, að sjúklingurinn hreyfi sig sjálfur og
noti sitt eigið vöðvaafl. Þó getur þurft að hjálpa honum
við hreyfingarnar, og er einnig gagn að því.
Eftir æðastíflu í hjartanu hljótast stundum mestu vand-
Heilbrigt lif
163