Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 73
ÁRSSIvÝRSLA RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Apríl 1950 til apríl 1951
Aðalfundur.
Aðalfundur hafði verið boðaður á löglegan hátt og átti að haldast
þann 12. apríl 1950, en þar eð aðeins þrjár deildir höfðu sent
fulltrúa á fundinn, varð hann' ekki lögmætur, og var því ákveðið
að boða til fundar að nýju 2. júní. En í upphafi fundarins þann
19. maí minntist varaformaður látinna félaga, þeirra Haraldar
Árnasonar og Kristjáns Bergssonar.
Áður en gengið var til dagskrár 2. Júní, kvaddi Júlíus Schopka,
ræðismaður Austurríkis, sér hljóðs og tilkynnti, að borgarstjóri
Vínarborgar hefði falið sér að flytja Rauða krossi Islands þakkir
sínar og borgarbúa fyrir veitta hjálp. Jafnframt hefði sér verið
falið að afhenda formanninum, Scheving Thorsteinsson, heiðurs-
pening Vínarborgar, ásamt skrautrituðu ávarpi, undirrituðu af
borgarstjóra og varaborgarstjórum Vínai'borgar, -— sem þakklætis-
vott borgarbúa. Formaður þakkaði heiður þann og vinsemd, er
RKI og sér hefði verið sýnd með þessu.
Stjórn og starfsmenn.
Stjórnina skipa:
1. Scheving Thorsteinsson, lyfsali, (formaður).
2. Kristinn Stefánsson, læknir, (varaformaður), (kj. ’49).
3. Björn E. Árnason, endurskoðandi, (g.jaldkeri), (kj. ’49).
4. Gísli Jónasson, fulltrúi, (ritari), (kj. ’50).
5. Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir, (kj. ’49).
G. Jóhann Sæmundsson, prófessor, (kj. ’49).
7. Sigríður Backmann, hjúkrunarkona, (kj. ’50).
8. Guðrún Bjarnadóttir, hjúkrunarkona, (kj. ’50).
9. Guðmundur Thoroddsen, prófessor, (kj. ’49).
10. Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, (kj. ’49).
11. Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður, (kj. ’49).
12. Sveinn Jónsson, forstjóri, (kj. ’49).
13. Bjarni Jónsson, læknir, (kj. ’50).
Heilbrigt líf
167