Heilbrigt líf - 01.12.1950, Qupperneq 79
Heiðursmerki og heillaóskir.
Hinn 10. desember 1950, stofndegi Rauða kross íslands, sæmdi
forseti íslands Bonabes de Eougé, greifa, framkvæmdastjóra Sam-
bands Rauða kross félaga, heiðursmerki Rauða kross Islands, II.
stigs.
Hr. Bonabes de Rougé hefur verið framkvæmdastjóri sambands-
ins allan þann tíma, sem Rauði kross íslands hefur verið í sam-
bandinu, eða rúmlega 25 ár, og veitt Rauða krossi Islands marg-
víslega aðstoð.
Hinn 27. apríl 1951 varð danski Rauði krossinn 75 ára.
I tilefni af því sendi Rauði kross Islands rímaða kveðju.
Framlög og gjafir.
Á þessu starfsári fékk Rauði kross íslands tíu þúsund króna
framlag frá Líknarsjóði Islands, og er það af tekjum sjóðsins af
sölu líknarmerkja.
Þá barst einnig snotur gjöf frá félagi Dana í Reykjavík, Danne-
brog. En það eru 50 peningabaukar, til þess að nota á öskudaginn.
Henry Dunant.
Stofnandi Rauða krossins, Svisslendingurinn Henry Dunant, fædd-
ist hinn 8. maí 1828. Sá dagur hefur nú verið gerður að Alþjóða
rauða kross degi, og síðustu tvö árin hefur hans verið minnzt víða
um lönd. Ekki hefur því þó verið komið við á íslandi enn.
Starfsemi deilda.
Akranes.
Akranesdeild er 10 ára á þessu vori. Hún var stofnuð vorið 1941
fyrir forgöngu Gunnlaugs Einarssonar, læknis, þáverandi formanns
Rauða ki'oss íslands. Fyrstu stjórn hennar skipuðu: Ólafur Fin-
sen, fv. héraðslæknir, Árni Árnason, héraðslæknir, Hallgrímur
Björnsson, læknii', frk. Svava Þorleifsdóttir, frú Ingunn Sveins-
dóttii', frú Elísabet Guðmundsdóttir, og frk. Fríða Proppé. Af þeim
hafa Hallgrímur Björnsson, Ingunn Sveinsdóttir og Árni Árnason
verið í stjóx-ninni öll árin.
Starf deildarinnar þessi 10 ár hefur í aðalatriðum verið það, sem
nú skal greina.
Þegar á öðru ári, 1942, var ákveðið að taka sér það verkefni að
korna upp gufubaðstofu í sambandi við Bjarnalaug, og var bygg-
ing hafin á því hausti. Var af deildarinnar hálfu unnið að því
ötullega næstu ár, en af ýmsum ástæðum, sem ekki voru deildai'-
innar sök, komst hún ekki upp að fullu fyrr en 1945, og var hún
Heilbrigt líf
173