Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 80
afhent bænum 14. október það ár. Kostaði hún alls kr. 44.464.00.
Af bygging-arkostnaðinum lagði deildin sjálf fram kr. 19.464.00, bæj-
arsjóður Akraness kr. 5.000 og íþróttasjóður ríkisins kr. 20.000.
Gufubaðstofan tók til starfa í nóvember 1945, og hefur sundiaugar-
vörðurinn, Heigi Júlíusson, verið umsjónarmaður hennar. Sam-
kvæmt yfirliti, sem hann hefur gefið til 1. jan. 1951, hefur aðsókn
verið þessi:
1945 84 baðgestir
1946 1587 —
1947 1955 —
1948 1620 —
1949 2742 —
1950 2846 —
alls 10.834 gestir. Gjaldið var 2 krónur á mann til 1. nóvember
1950, en síðan 3 krónur. Stofan er opin á föstudögum fyrir kven-
fóik og á laugardögum fyrir karla. Árið 1948 var hún ekki starf-
rækt ailt árið vegna endurbóta á hitakerfi, sem tók talsverðan tíma.
Deildin aflaði sér Carbogentækis til notkunar við iífgunartilraunir,
og námskeið hafa verið haldin í hjálp í viðlögum, tvö árið 1942 og
eitt árið 1944. Fræðsluerindi um starf Rauða krossins hafa verið
flutt nokkrum sinnum í sambandi við skemmtisamkomur til fjár-
öflunar.
Samkvæmt beiðni Rauða kross Islands hefur deildin gengizt fyrir
fjársöfnunum til bágstaddra. Árið 1944 var gengizt fyrir söfnun til
bágstaddra flóttamanna frá Noregi. Söfnuðust kr. 3.133.00 í pening-
um, nýr fatnaður fyrir kr. 16.000.00 og talsvert af notuðum fatnaði.
Árið 1945 var hafin söfnun handa þeim íslendingum erlendis, sem
harðast urðu úti af völdum stríðsins, og söfnuðust kr. 2.500.00.
Sömuleiðis fjársöfnun til lýsisgjafa handa börnum i Mið-Evrópu,
og söfnuðust þar kr. 10.930.00, auk 6 tonna lýsisgjafar frá sjó-
mönnum, útgerðarmönnum og h. f. Víði, sem metin var á kr.
23.769.00.
Loks má geta þess, að á stríðsárunum tókst deildin á hendur,
samkvæmt beiðni ioftvarnarnefndar, að annast læknishjálp og hjálp
í viðlögum, ef til loftárása kæmi. Fékk deildin í þessu skyni hjúkr-
unarvörur frá Rauða krossi íslands, svo og 12 rúmstæði með dýn-
um, teppum og koddum. Hafa nokkur þeirra verið lánuð ti! sjúk-
linga hér á Akranesi öll þessi ár.
Þegar gufubaðstofan var komin upp, tók deildin fyrir það verk-
efni að safna fé til kaupa á sjúkrabifreið. Er nú unnið að því.
Félagatala var hæst 126 félagar 1943, en hefur farið lækkandi.
Þegar litið er yfir þessi 10 ár, þá er það ljóst, að fjáröflun hefur
gengið miður hin síðari árin, en ástæðan er vitanlega sú, að það
174
Heilbrigt líf