Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 81
hefur harðnað í ári og vér lifum ekki í gróða stríðsáranna. En allt
um það höldum vér vonandi ótrauð áfram starfi voru.
Formaður deildarinnar nú er Arni Arnason, héraðslæknir. Fé-
lagatala í árslok 1950 var 111. Eignir í árslok kr. 26.725.07.
A kureyrardeild.
Deildin annaðist sjúkraflutninga í bænum og utan hans, eftir
því sem tök voru á, en sjúkrabifreið deildarinnar er nú orðin svo
léleg, að ekki tókst að halda henni í ökufæru standi nema nokkurn
hluta ársins, og er hún nú úr sögunni, að minnsta kosti í bili. Með
henni voru fiuttir 82 sjúklingar innanbæjar á árinu 1950, en út
úr bænum fór hún 65 ferðir. Er nú unnið að því að fá nýja sjúkra-
bifreið, og standa nokkrar vonir til, að það muni takast.
Ljósbaðstofa deildarinnar var opnuð á öskudaginn 1950, og hafa
notið þar ljósbaða alls 237 börn og fullorðnir, og eru enn nokkrir
þeirra í ljósum. Frú Helga Svanlaugsdóttir, hjúkrunarkona, hefur
séð um ljósastofuna, en henni til aðstoðar hafa einnig unnið þar
frú Guðrún Sigurbjörnsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir.
Formaður deildarinnar er Guðmundur K. Pétursson, læknir. Fé-
lagatala 469. Skuldlaus eign kr. 107.233.64.
Hafnarf jarðardeild.
Sjúkrabifreið deildarinnar annaðist sem áður sjúkraflutninga á
deildarsvæðinu og í flestum öðrum héruðum Gullbringu og Kjósar-
sýslu og fór á annað hundrað ferðir í þeim erindum.
Samhliða merkjasölu á s. 1. öskudegi fóru nemendur Flensborgar-
skólans um bæinn í þeim tilgangi að fá menn til að ganga í deild-
ina. Arangur varð mjög góður, 73 nýir félagar og 6 ævifélagar bætt-
ust í hópinn.
Formaður deildarinnar er Ólafur Einarsson, héraðslæknir. Fé-
lagar eru 123. í sjóði eru kr. 1.247.80.
Isafjarðardeild.
Ársskýrsla ókomin.
Keflavíkurdeild.
Ársskýrsla ókomin.
Neskaupstaðardeild.
Ársskýrsla ókomin.
Reykjavíkurdeild.
Sunnudaginn 5. nóvember 1950 gekkst deildin fyrir félagasöfnun.
Gengu þá í deildina 1.082 nýir ársfélagar og 158 ævifélagar. Voru
Heilbrigt lif
175