Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 82
það aðallega nemendur úr Hjúkrunarkvennaskóla íslands, Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, sem að
félagasöfnuninni stóðu sem sjálfboðaliðar, undir stjórn deildarinnar
og með aðstoð skrifstofu Rauða kross íslands.
Þegar deildin var stofnuð, var svo ákveðið af stjórn Rauða kross
Islands, að deildin tæki við rekstri og umsjón með sjúkrabifreiðum
þeim, sem Rauði kross Islands hefur átt og haft til sjúkraflutn-
inga í Reykjavík og nágrenni hennar mörg undanfarin ár. Deildin
tók að fullu við bifreiðunum, umsjón og rekstri þeirra 1. janúar
1951. Sjúkrabifreiðar þær, sem hér hafa verið notaðar, eru nú
mjög úr sér gengnar, og hefur borgarlæknir talið þær lítt hæfar
til frekari sjúkraflutninga. Stjórn deildarinnar hófst því handa um
útvegun nýrra sjúkrabifreiða og hefur nú fengið innflutnings-
og gjaldeyrisleyfi fyrir tveim nýjum sjúkrabifreiðum, sem keyptar
verða frá Bandaríkjunum.
Stjórnin hefur haldið 20 fundi á starfsárinu.
Formaður er séra Jón Auðuns, dómkirkjuprestur.
Sauðárkróksdeild.
Gufubaðstækin, sem sett höfðu verið upp í barnaskólanum árið
áður, voru þann 20. febrúar formlega afhent sem gjöf frá deild-
inni. Er þegar farið að nota gufuböðin, og líka þau vel.
Formaður deildarinnar er Torfi Bjarnason, héraðslæknir.
Skuldlaus eign kr. 24.797.00, þar af í bílasjóði kr. 12.335.17. Fé-
lagar eru 123.
Seyðisf jarðardeild.
Arsskýrsla ókomin.
Siglufj arðardeild.
Formaður deildarinnar er Ólafur Þ. Þorsteinsson, læknir.
Skuldlaus eign í árslok 1950 kr. 21.053.01.
Vestmannaeyjadeild.
Deildin hefur nú starfað í 10 ár, og frá byrjun var eitt helzta
áhugamál hennar að eignast sjúkrabifreið. Þetta tókst fyrir rúm-
lega ári síðan, og hefur nú verið gengið farsællega frá öllum fjár-
reiðum bifreiðarinnar.
Ólafur O. Lárusson, héraðslæknir, lét af störfum sem formaður
deildarinnar á síðasta aðalfundi, en hann hefur gegnt því starfi
frá stofnun hennar. Við formannsstörfum hefur nú tekið Einar Gutt-
ormsson, sjúkrahúslæknir. Félagatala 120.
176
Heilbrigt líf