Úrval - 01.06.1949, Page 16

Úrval - 01.06.1949, Page 16
Einstæður, en sannur atburður. í greipum fossins. Frásaga úr „Reader’s Digest“, eftir Alton Hall Blackington og Antliony Abbot. TTVARFS Dorothy Sparks 20. júlí 1942, mun sennilega minnzt sem sígilds dæmis um furðulega en sanna atburði úr hversdagslífinu. Ung og falleg sést hún bera við himin á ár- bakka í öræfum New Hampshire héraðs, og á næsta augabragði er hún horfin, eins og fyrir dul- arfull áhrif sjónhverfinga- manns. Dorothy hafði farið með hópi kunningja upp í Gljúfragil, ekki fjarri Intervale í New Hamp- shire í Bandaríkjunum. Þar fell- ur Straumá í þröngu gljúfri, og eru í henni tveir fossar og milli þeirra kraumandi hylur. Doro- thy var ein af beztu sundmeyj- um New Hampshire háskólans og þessi hylur freistaði hennar. Hún steypti sér til sunds í hann, og þegar hún hafði synt þar nægju sína, settist hún að snæð- ingi í hópi félaga sinna. Hópnum dvaldist þarna við ána fram eftir degi, en þegar komið var að bílunum og aka skyldi heim á leið, sagði einhver: ,,Hvar er Dorothy?" Hún hafði dregizt aftur úr á leiðinni að bílunum. Nokkrir úr hópnum minntust þess, að hafa séð hana bera við himin á klettasnös við efri fossinn. „Dorothy, Dorothy!" kölluðu þau, en enginn svaraði. Þau leit- uðu í brekkunum kringum foss- ana. Einn á fætur öðrum kaf- aði í ána fyrir ofan og neðan fossana. Edmund Pennypacker steypti sér jafnvel í kraumandi hylinn milli fossanna. Hringiða sogaði hann samstundis til botns þar sem vatnið streymdi í gegn- um göng í bergstalli neðri foss- ins. Hann sogaðist gegnum göng in, og rétt á eftir skaut honum upp fyrir neðan fossinn, og var hann þá allur skrámaður og marinn. Ef Dorothy hefði festst þarna í göngunum, gat ekki hjá því farið, að hann hefði orðið var við hana. Og ekki var lík hennar sjáanlegt á grynningun- um fyrir neðan. Skemmtiferðafólkið gat nú ekki lengur gengið þess dulið,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.