Úrval - 01.06.1949, Síða 67

Úrval - 01.06.1949, Síða 67
VlSINDI ÁN FRELSIS? 65. Lysenko, og ritstjórinn (sem auðvitað var opinber starfs- maður í Rússlandi) taldi sér frjálst að birta greinar þeirra. Ég held því, að við verðum að hafna þeirri skoðun, að við- urkennd (orthodox) líffræði hafi lengi verið bönnuð í Rúss- landi. Þangað til í ágúst var viðurkennd líffræði stunduð þar, og þegar líffræðingar sættu ámælum fyrir borgaralegar skoðanir (eins og vafalaust hef- ur átt sér stað) voru ámælin alltaf í orði kveðnu annars eðl- is — fyrir skemmdastarfsemi í sambandi við matvælafram- leiðsluna, eða fyrir mistök í framkvæmd áætlunar, eða undir svipuðu yfirskyni. Mikilsmetinn vísindamaður í Rússlandi sagði mér t. d., að Vavilov, hinn heimskunni líffræðingur, hafi verið tekinn fastur, þegar hann gerði tilraun til að flýja yfir landamærin, en ekki vegna þess að hann hafi verið í eindreg- inni andstöðu við Lysenko. Ágústtilskipunin er að mínu viti merkileg fyrir það, að þeg- ar líffræðingum hafði fram að þeim tíma verið rutt úr vegi, var alltaf látið svo sem það væri ekki vegna skoðanna þeirra í líffræði, en nú er slíkt yfirskyn ekki lengur notað. Af þessu hljótum við að draga þá álykt- un, að þótt hagfræðingar og sagnfræðingar í Rússlandi hafi um langt skeið verið í heim- spekilegri spennitreyju, voru líffræðingar til skamms tíma frjálsir, þó að þeir kunni að hafa verið kvíðnir. Meðal líf- fræðinga var öflugur minni- hluti, undir forustu Lysenko, sem hafði varpað fyrir borð ár- angri af fimmtíu ára rannsókn- um og hugsunum á sviði erfða- fræði og þróunar, en í staðinn myndað sér algerlega nýjar skoðanir á líffræðilegum við- fangsefnum — hina svonefndu Michurin-líffræði. í öllum löndum eru minni- hlutar meðal vísindamanna í hinum ýmsu vísindagreinum — minnihlutar, sem geta ekki sannfært aðra vísindamenn um skoðanir sínar. Þó að vafi leiki á um gildi skoðana þeirra, geta þeir alltaf fengið að koma þeim á prent, ef skrif þeirra uppfylla þau skilyrði, sem ritstjórar setja. Lysenko og fylgjendur hans hafa ekki verið eini minni- hlutinn meðal rússneskra líf- fræðinga. Aðrir vísindamenn, undir forustu Gurevitch, halda því fram, að þeir geti fundið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.