Úrval - 01.06.1949, Page 75

Úrval - 01.06.1949, Page 75
ORSAKIR HJÓNASKILNAÐAR 73: saman. Ég á hér ekki við þau hjónabönd, þar sem hjónin slást eða þar sem áfengisnautn er hjónadjöfullinn. Slíkt samlíf er of djúpt sokkið niður í eymd og volæði. Ég hef í huga hin fjöl- mörgu tilfelli, þar sem hjónin ríf- ast raunverulega ekki, en hafa ekki heldur neitt til að tala sam- an um. Þess konar ástand á heimili getur gert hjónin ein- mana, því að það má ekki gleym- ast, að jafnvel sá, sem umgengst fólk, getur verið einmana. En að vera einmana, er meira böl en nokkuð annað. Lífið hefur ekki lengur neitt gildi, og hjóna- bandið er í bráðri hættu. Skilnaður er böl fyrir báða aðila, einnig af þeirri ástæðu að fæstir hafa ráð á því að skilja fjárhagsins vegna. 1 kjölfar skilnaðar sigla nefnilega margskonar f járhagslegir erfið- leikar, sem fólk gerir sér ef til vill ekki grein fyrir í æsingi augnabliksins. Fyrir kemur, að hjón hætta við að skilja, þegar þau fara að íhuga þessa hlið málsins. Það er sem sé stað- reynd, að það er dýrara að standa undir tveim heimilum en einu með sömu tekjum. En af því leiðir, að lífskjör viðkomandi aðila hljóta að versna. Húsnæðismálið hefur oft úr- slitaþýðingu, þegar um hjóna- skilnað er að ræða,. Venjulega fær konan að halda börnunum, og með börnunum fylgir íbúðin. Maðurinn kemst á hálfgerðan flæking og líður fyrir það. Þeir eru margir, sem fórna hinni eig- inlegu lífshamingju sinni til þess að viðhalda ytra borðinu . . . og beygja sig fyrir lögmáli nauð- synjarinnar. Brestir geta komið í hjóna- bönd hvenær sem er. Allt virð- ist benda til, að mesti hættu- tíminn fyrir eiginmanninn sé þegar hann nálgast fimmtugs- aldurinn. Þá eru börnin komin upp og hafi hann glatað hin- um andlegu tengslum við eigin- konuna, sezt að honum einhver innri tómleiki, og lífsþráin bloss- ar upp á nýjan leik. Það má benda á frægt dæmi úr bók- menntunum, þar sem er Victor Hugo. Hann var kvæntur og átti í mörg ár vinkonu, sem dáði hann mjög. Hann gat alls ekki lifað án þessarar aðdáunar, og eftir dauða vinkonunnar, skrif- aði hann ekki staf. Og þetta er ekkert einsdæmi. Fólk er stöðugt að gera meiri og meiri kröfur til lífsins og hjónabandsins, og bæði menn og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.