Úrval - 01.06.1949, Page 76

Úrval - 01.06.1949, Page 76
74 ÚRVAL konur gera kröfu til þess, að meira tillit sé tekið til þeirra eigin persónu en títt var áður. Oft rekur maður sig á það, að hjón, sem eru að skilja, hafa litlar sem engar sakir á hend- ur hvort öðru; þau viðurkenna jafnvel, að þau séu ágætis mann- eskjur, hvort í sínu lagi . . . . þau geta bara ekki búið saman. Hjón þurfa alls ekki að vera slæmar manneskjur, þó að hjónaband þeirra hafi mis- heppnazt; þau geta verið sóma- fólk og ef til vill hreppa þau þá hamingju síðar í lífinu, sem þeim tókst ekki að höndla í sam- búðinni. Ósjaldan kemur það fyrir, að konan vill ekki skilja, en einnig hitt, að maðurinn hafnar skiln- aði. Það er hann, sem á að bera kostnaðinn og víkja úr íbúðinni. Það er hann, sem missir börnin. Honum finnst oft eins og allt, sem hann hefur unnið fyrir, sé glatað. En þessir menn verða að gera sér ljóst, að það er ekki hægt að búa með konu gegn vilja hennar, og konur verða lika að láta sér skiljast, að það er ekki hægt að þvinga karlmenn til sambúðar. Slík þvingun leiðir aldrei til annars en ógæfu, því að hún er brot á hinum dýrmæt- ustu mannréttindum, réttinum til að ráða lífi sínu sjálfur. Það er svo margt sinnið sem skinnið. Hjón geta máske komið sér saman um að viðhalda sýnd- arhjónabandi, en lifað að öðru leyti út af fyrir sig. Til þess að slíkt geti blessast, verða báðir aðilar að hafa fullan skilning á takmörkunum slíkrar sambúðar, en til þess þarf mikið andlegt þrek. I miklum hluta heimsins er fjölkvæni löglegt, en eftir því sem menningin breiðist út, verð- ur minna um það. I menningar- þjóðfélögum er jafnrétti kynj- anna viðurkennt, og hinn nor- ræni kynstofn hefur í sögu sinni haldið á lofti merki einkvænis- ins. Fjölkvæni er niðurlægjandi, og ef um andleg tengsl er að ræða í slíkum hjónaböndum, geta þau leitt til innri togstreitu og persónuklofnings. Hjónabandið er hagnýt, fé- lagsleg stofnun, og ákaflega þýðingarmikil, en þó eru mörg dæmi um gæfuríka sambúð karls og konu, þótt leyfisbréfið hafi vantað. Allt er undir því kom- ið, að fólk geti elskað og not- ið ástar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.