Úrval - 01.06.1949, Side 128

Úrval - 01.06.1949, Side 128
126 URVAL blómleg og hún Anna María þín.“ Og hertoginn grúfði andlitið í höndum sér. „Haimngjan góða,“ sagði Jan, ,,ég hef aldrei hugsað út í þetta. Flestir karlmenn yrðu stórhrifnir af að hafa svona droit de seinúr. En ég get vel skilið, að það geti orðið þreyt- andi til lengdar. Allt hefur sín takmörk." „Þú hefur rétt fyrir þér, Jan,“ sagði hertoginn og leit upp. „Allt hefur sín takmörk; það vitum við karlmennirnir, en aðeins fáar konur skilja það. Þess vegna bað ég Önnu Maríu að fara út — svo að við gæt- um rætt um þetta okkar á milli.“ „Ja, nú er ég kominn í lag- lega klípu,“ sagði Jan. „Auð- vitað vil ég helzt gera það, sem rétt er og löglegt — en á hinn bóginn langar mig ekki til að verða til þess að þyngja yðar þungu byrði.“ „Mína níðþungu byrði, Jan!“ Jan fór að ganga um gólf, því að það gerði honum auð- veldara að hugsa. Svo nam hann staðar. „Yðar hágöfgi,“ sagði hann loks. „Ég hef komizt að einni niðurstöðu, og hún er sú, að mennirnir geti að vísu sett sér lög, en náttúran hefur líka sín lög og----------“ „Kemur heim, Jan. Kemur heim.“ „Og maður getur brotið hin fyrrnefndu, en ekki hin síðar- nefndu.“ „Það getur maður ekki, Jan. Það getur maður ekki!“ „Og þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun, að við Anna María leysum yður undan þessum droit de seinúr yðar.“ „Jan Cawper! Jan Cawper! Ég þakka þér af öllu hjarta. Og til þess að sýna þér, hve þakklátur ég er 'fyrir að þú hleypur undir bagga með hrörn- andi hæfileika mínum til að gera skyldu mína, skal ég upp-i fylla hverja þá ósk, sem þú kannt að bera fram. Jæja, vin- ur minn, hvað getur þú helzt hugsað þér?“ Nú var Jan í miklum vanda staddur, enda klóraði hann sér óspart í höfðinu í margar mín- útur. „Heyrðu mig, drengur minn. Segðu það, sem þér býr í brjósti. Út með það! Ég skal uppfylla ósk þína, svo framar- lega, sem það er á mínu valdi.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.