Úrval - 01.04.1952, Side 5
. . . og hugleiðingar sálfrœðings
Eftir Gustav Jonsson.
Fyrir tnttugu árum var
fimmtán ára gömul stúlka, sem
hafði orðið fyrir miklum von-
brigðum ú.t af foreldrurn sínum.
Hún hafði komizt að raun um
hve foreldrarnir vissu lítið um
hálfstálpuð börn sín. Voru þau
búin að gleyma sinni eigin æsku ?
Skyldi hún verða jafngleymin?
Til öryggis skrifaði hún hiá sér
nokkrar gullvægar reglur, sem
hún ætlaði að geyma þangað til
hún eignaðist sjálf hálfstálpuð
börn.
Nú, tuttugu árum síðar, hef-
ur hún beðið æsku nútímans að
segja álit sitt á foreldrum sín-
um. Svörin voru opinskárri en
hún hafði búizt við. Glefsur úr
þeim hafið þið lesið hér að fram-
an. Og hvers hefur konan orð-
ið vísari af þeim? Það er eins
og tíminn hafi staðið í stað.
Sömu spurningarnar, sama
undrunin og gagnrýnin á hinu
ótrúlega skhningsleysi fullorðna
fólksins. Kannski svolítið öðru-
vísi famsett, en kjarninn sá
sami. Er óumflýjanlegt að kyn-
slóðirnar misskilji þannig hvor
aðra? Er ekkert hægt að gera
til að hindra árekstrana?
Við skulum athuga svörin.
Fyrst er það rexið. Hvað er
það ? Það er athyglisvert, að
undantekning má heita, ef for-
eldrar viðurkenna að þeir rexi í
bömunum, en að unglingarnir
tala næstum allir um rex í for-
eldrum. Orðið merkir bersýni-
lega annað hjá fullorðnum en
unglingum.
Við foreldrarnir viljum að
sjálfsögðu komast hjá að rexa,
en við verðum oft að margítreka
fyrirmæli okkar til þess að ung-
lingarnir heyri. Við vitum af
reynslu, að við verðum að á-
minna þá um að slökkva ljósið,
koma heim að borða, búa um
rúmin — annars gleymist það.
Unglingarnir svara: við erum
engin smábörn lengur. Við vit-
um vel að við eigum að búa um
rúmin okkar — en það er lík-
lega sama þó við gerum það ekki
alveg á stundinni.
Það má raunar nota viðbrögð
unglingsins gagnvart fyrirmæl-
um — eða rexi ef menn vilja
nefna það svo ■— til að varpa
Ijósi á mikilvæg atriði í þroska
hans.
Börnin ,,gleyma“ öðruvísi en
unglingarnir. Það skeður svo
mikið í kringum þau, og þau
eru svo önnum kafin. Með kyn-
ólguskeiðinu tekur hmn innri
veruleiki að segja til sín, með
hugsunum sínum, heilabrotum
og geðbrigðum. Víst geta börn-
in orðið gröm að þurfa að hætta
leik eða Iestri til að koma að
borða. En fyrir beim er það
meira hin ytri athöfn, sem rask-
að er. Unglingnum gremst oft