Úrval - 01.04.1952, Page 11

Úrval - 01.04.1952, Page 11
HEIMILISLAUS I FORELDRAHÚSUM ? 9 Sérhver unglingur þráir að hafa sitt eigið smáherbergi, ef til vill í félagi við systkini, þar sem hann ræður sér sjálfur meira en annarsstaðar í íbúðinni. Gera foreldrar það sem þeir geta til að uppfylla þessa þörf ? Sum- staðar væri sjálfsagt hægt að gera meira með góðum vilja, en víða er því miður svo þröngt, að engin tök eru á slíku. En þá lágmarkskröfu er þó allténd hægt að uppfylia, að ungling- urinn fái sína eigin hirzlu, sem hann getur læst, og þar sem hann geymir muni sína. Stúlka, sem ég talaði við, sagði mér að það væri þröngt heima hjá sér. Fjögur börn og foreidrar í tveim herbergjum og eldhúsi. En hún hefur skrifborðsskúffu, sem hún getur læst. og þar geymir hún muni sína. Það eru svo sem ekki merkilegir munir, en þó finnst henni ómetanlegt að hafa skúff- una: það er staður sem hún ein ræður yfir, og þar getur hún gengið að öllu sínu vísu. Enn eitt vandamálið í sambúð foreldra og bama eru heimsólm- ir kunningja barnanna. Stöku sinnum hittir maður undarlega manneskju, sem með ástríki og umburðarlyndi sigrast á næst- um óyfirstíganlegum erfiðleik- um í því sambandi. Ég minnist móðurinnar, sem tók til máls á umræðufundi, hneyksluð á því hve heimiiin em oft lokuð ung- lingumun. ,,Við höfðum aðeins tvö herbergi og eldhús meðan börnin voru ung, sjö talsins. En auðvitað fengu börnin að dansa heima næstum á hverju laugar- dagskvöldi. Hvar áttu þau ann- ars að dansa ? Okkur þótti vænt um að þau undu sér vel heima.“ En ef heimilið er of lítið til að rúma allt heimih'sfólkið í einu — hví geta foreldramir þá ekki stöku sinnum farið að heiman og eftirlátið heimilið börnunum og félögum þeirra ? Er það f jar- stæða, að börnin kaupi stundum bíómiða handa foreldrunum þeirn til upplyftingar — gegn því að fá að ráða húsum á með- an? Jonni er 19 ára og vinnur á verkstæði. Hann er einkabam og býr hjá foreldmm sínurn í einu herbergi og eldhúsi og borð- stofukytru. Faðirinn er láglaun- aður starfsmaður hins opinbera og móðirin vinnur í búð. Jonni sefur í borðstofukytrunni, en þar inni eru borð og stólar, svefnsófi, bókahilla og útvarp. Kvöldið sem ég kom í heim- sókn, var móðirin að gera við buxur af Jonna, faðirinn var háttaður en Jonni var úti. Það er hann oft, því að flest kvöld fer hann á æskulýðsheimilið til að stytta sér stundir. En kvöld- in eru löng og oft kemur hann heim með féíaga sína. ,,Börn- unum á auðvitað að vera frjálst að koma heim með kunningja sína engu síður en okkur fuíl- orðna fólkinu," segir móðirin. ,,Það er þeirra heimili engu síð- ur en okkar. Við búum að vísu þröngt eins og fleiri, en það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.