Úrval - 01.04.1952, Page 13
Æskan —- þiggjandi eða þátttakandi?
Eftir Önnu-Lisu Kiilvesten.
Máríuerluhjónin í hreiðurhús-
inu, svertingjahjónin í Afríku
og sænsku hjónin í sveit eða
kaupstað stefna raunverulega
öll að sama marki með stofnun
heimilis. 1 fyrsta lagi vilja þau
finna sér stað þar sem ekki
rignir á ást þeirra. 1 öðru lagi á
heimilið að veita afkvæmumrm
skjól á meðan þau eru óþroskuð
og þar eiga þau að fá það upp-
eldi, sem talið er nauðsynlegt í
hlutaðeigandi samfélagi.
Þegar unginn er orðinn fleyg-
ur, þakkar hann fyrir sig og
flýgur brott —- það er eðlilegur
gangur lífsins. Efnahagsvið-
skiptin innan barnafjölskyld-
unnar eru einhliða: foreldrarnir
veita. en börnin þiggja. Völdin
eru einnig í höndum foreldranna.
Ef börnin yfirgefa ekki heim-
ilið þegar þau eru fullþroska og
geta séð fyrir sér sjálf, skapast
alveg nýtt viðhorf. Það er að
vísu ekki nýtt í sögunni, held-
ur ævafom búskaparháttur í
sveitum, að börnin vinni áfram
við búskapinn heima eftir að þau
eru fullorðin, en þá er líka fjöl-
skyldan ein efnahagsleg heild.
Hitt er nýtt, þegar svo er ástatt
á bæjarheimilum nútímans, að
öll börnin búa áfram á heimili
foreldramia eftir að þau eru far-
in að vinna fyrir sér. Hvaða á-
hrif hefur þetta nýja viðhorf
á sambúð barna og foreldra?
Hvert er viðhorf foreldranna?
Líta þau áfram á sig sem óskor-
aða húsbændur á heimilinu?
Hverjum augum líta börnin á
þenna félagsskap, sem þau halda
áfram að taka þátt í? Líta þau
á hann sem hagsmunaheild, er
stjórnað sé á lýðræðislegan hátt
af öllum þátttakendum, eða sem
ódýrt og þægilegt fyrirkomulag
þar sem hægt er að njóta áfram
óeigingjarnrar fórnfýsi móður
eða föður?
Við skulum heyra álit nokk-
urra f jölskyldna bæði í sveit og
kaupstað.
Nilsson er bóndi og býr með
konu sinni og börnum. Elzta
dóttirin er nýgift, en í staðinn
er komin heim tvítug dóttir, sem
var að læra barnahjúkrun. Elzti
sonurinn, Pétur, er 24 ára, og
hefur alla tíð unnið við búskap-
inn heima; hann getur ekki kom-
izt að heiman, t. d. á landbún-
aðamámskeið, fyrr en yngri son-
urinn, sem er tólf ára, getur
leyst hann af. Loks eru tvær
dætur, 7 og 8 ára. Fyrir nokkr-
um árum byggði fjölskyldan 6
herbergja hús með öllum þæg-
indum, og lánin af því hafa nú
verið goldin með aukatekjum
feðganna af skógarhöggi.
„Við eigum 9 kýr, en við gæt-
um ekki lifað af búskapnum ein-
2*