Úrval - 01.04.1952, Qupperneq 16
14
ÚRVAL
aða hjá henni peninga í lok
mánaðarins . . .
Yngsti sonurinn: Jú, það væri
ágætt að stofna sameignarfélag.
Og hann ræðir málið af ákafa
sem gefur til kynna, að þarna
eygi hann möguleika til að fá
aukin völd innan f jölskyldunnar.
S. P. Bengtsson er sölumaður
í Stokkhólmi. Ég spurði hann
um álit hans á sameignarfélags-
hugmyndinni. Hann sagði: „Ég
hef í starfi mínu séð mörg
dæmi þess hve unglingar, sem
búa ódýrt heima, eru kærulaus-
ir þegar um er að ræða að taka
á sig fjárhagslegar skyldur, t.
d. með því að kaupa mótorhjól,
pelsa eða radiogrammófóna upp
á afborganir. Á mínu heimili
hef ég vissulega minnst aura-
ráð, og ég mundi því með glöðu
geði samþykkja að taka upp
skynsamlegra fyrirkomulag.
Það ætti einnig að gera ungu
kynslóðinni svo Ijóst sem verða
má, að við foreldramir emm fús
til að láta af hendi hina hefð-
bundnu valdaaðstöðu okkar,
sem oft vekur tortryggni."
Bengtsson hefur 2520 krónur
í mánaðarlaun, sonurinn, einka-
barn, hefur 1560 kr. og borgar
af því 630 kr. heim. Fyrir það
fær hann herbergi, mat, þvott
og „einstaka sinnum skyrtu,
svona til uppörvunar," eins og
móðirin komst að orði.
Móðirin er einnig fylgjandi
sameignarhugmyndinni. En son-
urinn hefur sitt hvað út á hana
að setja. Hann er að vísu ekki
að öllu leyti ánægður með á-
standið eins og það er. Foreldr-
amir kvarta yfir því að hann
sé úti öll kvöld. Hann er reiðu-
búinn að borga meira fyrir her-
bergi hjá ókunnugum ef hann
fengi með því móti meira frelsi.
En hann telur tormerki á því
að ná sömu aðstöðu með því að
gerast meðábyrgur þátttakandi
í fjölskyldunni. „Við atkvæða-
greiðslu myndu þau alltaf vera
tvö á móti mér einum.“
Hér að framan hafa verið
rakin nokkur dæmi, sem sýna
hve misjöfn efnahagsaðstaða
hálfþroskaðra og fullþroskaðra
unglinga getur verið á heimilinu.
Þeir unglingar sem em við iðn-
nám eða halda áfram námi í
æðri skólum og hafa því ekki
neinar tekjur sjálfir, eru sér í
flokki.
Þessi hópur verður æ stærri,
og þeim f jölskyldum f jölgar því
stöðugt, er kynnast vandamál-
um þeim sem em samfara því
að unglingarnir stunda nám til
tvítugs eða lengur og búa á
heimilinu við sömu efnahags-
aðstæður og í bernsku. Hinn
líffræðilegi þroski og sálræn
þörf á auknu frjálsræði kemur
að sjálfsögðu jafnsnemma hjá
þeim unglingum sem sitja á
skólabekk og hinum. Það er því
mikilvægt atriði að finna ráð til
að þessari þörf verði fullnægt
að svo miklu leyti sem unnt er.
Bezta ráðið er að unglingarnir
geti unnið á sumrin og safnað
sér nokkru fé til vetrarins. Ráð-