Úrval - 01.04.1952, Side 18
I»egar Peary steig fyrstur manna
fæti á Norðurpólinn.
Staddur á Norðurpólnum
IJr bókinni „The North PoIe“,
eftir Robert E. Peary.
VIÐ vorum nú (klukkan tíu
árdegis hinn 6. apríl 1909)
við lokatakmark hins síðasta,
langa áfanga norðurferðarinn-
ar. En þótt heimskautið væri
nú raunverulega í augsýn, var
ég of þreyttur til þess að ganga
síðustu skrefin. Samansöfnuð
þreyta hvíldarlausrar göngu
undangenginna daga og nátta
og ónógur svefn, stöðugar hætt-
ur og kvíði virtist nú steypast
yfir mig í ofurmagni sínu. Ég
var raunverulega of þreyttur
þessa stundina til að gera mér
ljóst, að ég hefði náð takmarki
lífs míns. Undir eins og við
höfðum lokið við að reisa snjó-
hús okkar, snæða miðdegisverð-
inn og gefa hundunum tvöfald-
an skammt, lagðist ég til svefns
í nokkrar klukkustundir eftir að
Henson og eskimóarnir höfðu
tekið af sleðunum og búið þá
undir nauðsynlegar viðgerðir.
En þótt ég væri þreyttur gat.
ég ekki sofið lengi. Eftir fáein-
ar klukkustundir vaknaði ég
aftur. Fyrsta verk mitt eftir að
ég vaknaði var að skrifa þessi
orð í dagbók mína: „Norður-
póllinn, loksins. Laun þriggja
alda erfiðis. Draumur minn og
takmark í 20 ár. Loksins orð-
inn að veruleika! Ég get ekki
gert mér fulla grein fyrir því.
Það virðist allt svo einfalt og
hversdagslegt.“
Allt var reiðubúið til staðar-
ákvörðunar klukkan 6 síðdegis,
eftir Columbíutíma, ef heiðskírt
yrði, en þessa stundina var því
miður enn skýjað. Útlit var
fyrir að brátt mundi létta til
og því ferðbjó ég ásamt tveim
eskimóum léttan sleða, er að-
eins skyldi bera tækin, eina dós
af þurrkuðu kjöti (pemmican)
og eitt eða tvö skinn. Með tvö-
földu hundaeyki fyrir ókum við
svo sem svarar tíu mílum. Á.
leiðinni birti til og á leiðarenda
tókst mér að gera nokkrar full-
nægjandi staðarákvarðanir um
miðnætti eftir Columbíutíma.
Þessar athuganir leiddu í ljós að
við vorum komnir yfir pólinn.
Næstum allt í umhverfi okk-
ar og aðstæðum virtist of fjar-
stæðukennt til þess að unnt
væri að gera sér ljósa grein fyr-
ir því; en undarlegast fannst