Úrval - 01.04.1952, Side 25
HORFT Á HEILÁNN AÐ VERKI
23
raunamaðurinn viðbragð — það
hafði verið klipið óþyrmilega í
hann. Við það röskuðust alfa-
bylgjumar.
Tilraun var gerð til að ganga
úr skugga um hvort opnun
augnanna hefði áhrif á alfa-
bylgjurnar jafnt í myrkri sem
björtu. Það kom í ljós að hún
breyttist jafnt þótt niðdimmt
væri. Af því var ályktað, að
það væri frekar viðleitnin til að
sjá heldur en sjálf sjónin, sem
raskaði bylgjunum.
Alfabylgjumar segja raunar
meira um heilann í hvíld en í
starfi. Það er eins og heilafrum-
urnar telji tímann þegar þær
hafa ekkert annað að gera, og
telji þá í takt hver við aðra. En
undir eins og athyglin beinist
að einhverju, fá hinir ýmsu
frumuhópar sitt ákveðna starf
að vinna og hrynjandin rask-
ast.
Það varð brátt ljóst, að þess-
ar heilabylgjur myndu geta
orðið að liði við greiningu sjúk-
dóma — einkum þó flogaveiki.
Hjá fólki, sem þjáist af tiltölu-
lega vægri flogaveiki (petit
mal) má greina ákveðin sér-
kenni í hrynjandi heilabylgj-
anna öðru hverju. Önnur sér-
kenni fylgja öðrum tegundum
flogaveiki og æxlum, meiðslum
eða bólgu í heila. Óeðlileg
hrynjandi er þó ekki ein út af
fyrir sig talin nægilegur grund-
völlur til sjúkdómsgreiningar,
en hún er mikilvæg vísbending,
og er notuð ásamt öðrum vís-
bendingum til að finna nákvæm-
lega hvar í heilanum æxli eða
meiðsli kunna að vera.
Sumt fólk hefur mjög skýrar
alfabylgjur og fær þær ungt,
en hjá öðrum eru þær vart grein-
anlegar. Þetta hvetur vísinda-
menn til að rannsaka hvort þeir
sem hafa skýrar alfabylgjur
hafi ekki ýmis önnur sameigin-
leg einkenni; hvort ekki sé til
það sem kalla mætti „alfatýp-
ur“. Að öðru jöfnu má segja, að
rólegt, hæglátt fólk hafi skýr-
ari aflahrynjandi en órólegt og
taugaóstyrkt fólk.
Ekki er þetta þó algild regla,
og er öllum sem nota vildu
heilabylgjahrynjandina sem
leiðbeiningu um makaval ein-
dregið ráðið frá slíku.
Auk hinna ríkjandi alfa-
bylgja eru svonefndar beta-
bylgjur. Það eru miklu tíðari
bylgjur, sem jafnan gætir meira
á tímum kvíða og áreynslu. Þær
koma aðallega frá framheilan-
um.
Ennfremur eru svonefndar
,,þetabylgjur“. Þær eru fremur
hægar og virðast koma frá mið-
heilanum. Þeirra gætir einkum
í ungbörnum, en finnast oft hjá
eldri börnum, sem eru geðill og
uppstökk. Stundum finnast
þessar ungbarnsbylgjur hjá
fullorðnu fólki og þá nær ein-
göngu hjá ofstækismönnum eða
þeim sem hneigjast til of-
beldis.
Af áttatíu mönnum, sem voru
áberandi hneigðir til ofbeldis,