Úrval - 01.04.1952, Side 44

Úrval - 01.04.1952, Side 44
42 tTRVAL í smáhópa, sem reyna að vera sjálfurn sér nógir, og þá fékk ég stuðningsmann. Ung kennslukona áleit að slík hætta væri fyrir hendi, en að þorps- búar hefðu, að minnsta kosti á helgum, tækifæri til að kom- ast til borgarinnar og hitta aðra. Áður en unga fólkið sett- ist endanlega að í þorpinu vildi hún að það færi burt í sumar- leyfum sínum, helzt til útlanda þar sem það gæti kynnzt allt öðrum lífsháttum og öðlast víð- sýni og með því haldið opnum þróunarmöguleikum þorpssam- félagsins. Við ræddumst við langt fram á kvöld og ég varð að skýra fyrir þeim félagsmála- þróunina heima í Svíþjóð. Á daginn rölti ég um einn og spurði margs. Það var gaman að sjá 11 ára hnátu við fjós- verk. Hún þekkti auðvitað kúna, sem mjólkaði 8000 lítra á 300 dögum. I næstu viku átti hún að byrja í hæsnagarðinum. í vélasalnum hitti ég yfir- mann véladeildarinnar, krafta- legan náunga sem vissi allt um vélar, og umhverfis hann voru stráklingar sem horfðu með að- dáun á vinnubrögð hans. Seinna frétti ég að þessi vélvirki hefði tvisvar farið til Ameríku í námsför á kostnað þorpsins. 1 Detroit var honum boðin vel- launuð atvinna ef hann vildi vera kyrr, en þorpslífið var runnið honum í blóð. Hann hafði glatað trúnni á mammon. Samyrkjuskipulagið nær til allra starfsgreina í þorpinu. Hin góðu lífskjör sem þorps- búar njóta byggjast, að því er mér skilst, einmitt á því að öll störf eru skipulögð. Samyrkju- þorpin framleiða vörur sínar ódýrar en nokkur annar at- vinnurekstur í ísrael. Ég hefði gjarnan viljað dvelja lengur í samyrkjuþorp- inu, en ég varð að hugsa til heimferðar. Síðan ég kom heim hafa þessi samyrkjuþorp ísra- elsmanna orðið mér ríkulegt til- efni til umhugsunar. Þau urðu til við allt önnur skilyrði en við þekkjum. Þessar litlu samfé- lagsheildir urðu á árunum 1920 —40 að sjá að öllu leyti um sig sjálfar, annast sjúka og elli- hruma og sjá æskunni fyrir menntun, jafnvel réttarfarið urðu þær sjálfar að annast. Við þetta skapaðist félagsandi sem byggður var á samábyrgðartil- finningu, ekki gagnvart óper- sónulegu ríkisvaldi, heldur lif- andi samfélagi. Og þó var þetta fólk að sjálfsögðu engir englar. Þorpið var veruleiki en ekki trúarleg eða pólitísk draumsýn. Venjulegt fólk, aðkomið úr ýms- um áttum og margskonar um- hverfi, hafði sjálft byrjað til- i'aunina og byggt með eigin hönd og huga þetta nýja samfé- lag við hin erfiðustu skilyi’ði. Spyrja mætti auðvitað hvort þessar litlu félagsheildir geti þrifist áfram í ríki sem nú virð- ist vera að taka á sig form vestræns lýðræðis. Einhver
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.