Úrval - 01.04.1952, Page 46
Einhverjar merkilegustu dýratilraimir,
sem fram hafa farið, standa nú yfir
í rannsóknarstofnun í Amcriku.
Gerlasimuð tilraunadýr
Grein úr „Discovery“,
eftir Chapman Pincher.
GERLAFRÆÐINGAR hafa
sífellt verið að fullkomna
aðferðir sínar til einangrunar á
gerlum, svo að þeir geti rann-
sakað þá í tilbúnum næringar-
vökva. Vanur gerlafræðingur
getur nú með hárfínum tækjum
tekið einn geril og flutt hann
yfir í næringarvökva, sem hef-
ur verið geriisneyddur við mik-
inn hita án þess að næringargildi
hans fyrir gerilinn og afkom-
endur hans evðleggist. Hann
hefur sem sé ráð yfir óbrigðul-
um aðferðum til að rannsaka
hegðun gerla í tilraunaglösum.
En þegar að því kemur að líf-
fræðingurinn þarf að dæla gerl-
inum í dýr til þess að rarmsaka
hegðun hans í náttúrlegu um-
hverfi, þá vandast málið.
Hann getur ekki verið viss
um, að áhrif þau sem hann sér
séu einungis komin frá þeirri
sérstöku gerlategund sem hann
dældi í tilraunadýrið. Það gild-
ir einu hve mikils þrifnaðar hann
gætir við uppeldi tilraunadýr-
anna, þau eru alltaf mikið meng-
uð gerlum þeim, sem venjulega
lifa í meltingarfærum, vitirni og
kynfærum dýra. Auk þess eru
dýrin stöðugt óvarin fyrir inn-
rás sýkla, sem eru í andrúms-
lofti, mat og vatni.
Til skamms tíma hafa líffræð-
ingar sætt sig við þessar tak-
markanir og hafa náð furðuleg-
um árangri þrátt fyrir þær. En
í merkilegri vísindastofnun sem
ég heimsótti nýlega, vildu menn
ekki sætta sig við þessar tak-
markanir. Þeir vildu reyna að
ala upp gerilsnauð tilraunadýr,
og árangur þeirra tilrauna er
mjög athyglisverður. Stofnun
þessi gengur undir nafninu Lo-
bund (upphafsstafir í hinu fulla
nafni: Laboratories of Bacterio-
logy, University of Notre Bame)
og er í South Bend, lítilli iðnað-
arborg nærri Chicago.
Þar hafa ýmsar dýrategund-
ir, allt frá húsflugum til apa,
verið fóstruð algerlega geril-
snauð, og eru þau nú notuð til
vísindalegra tilrauna. Rannsókn-
arstofurnar, sem búnar eru ein-
stæðum tækjum, alls um 200.000
dollara virði, bera glæsilegt vitni
framsýni og þrautseigju eins
manns, James A. Reyniers, pró-
fessors. Sem nemandi Notre
Dame háskólans hafði hann les-