Úrval - 01.04.1952, Page 46

Úrval - 01.04.1952, Page 46
Einhverjar merkilegustu dýratilraimir, sem fram hafa farið, standa nú yfir í rannsóknarstofnun í Amcriku. Gerlasimuð tilraunadýr Grein úr „Discovery“, eftir Chapman Pincher. GERLAFRÆÐINGAR hafa sífellt verið að fullkomna aðferðir sínar til einangrunar á gerlum, svo að þeir geti rann- sakað þá í tilbúnum næringar- vökva. Vanur gerlafræðingur getur nú með hárfínum tækjum tekið einn geril og flutt hann yfir í næringarvökva, sem hef- ur verið geriisneyddur við mik- inn hita án þess að næringargildi hans fyrir gerilinn og afkom- endur hans evðleggist. Hann hefur sem sé ráð yfir óbrigðul- um aðferðum til að rannsaka hegðun gerla í tilraunaglösum. En þegar að því kemur að líf- fræðingurinn þarf að dæla gerl- inum í dýr til þess að rarmsaka hegðun hans í náttúrlegu um- hverfi, þá vandast málið. Hann getur ekki verið viss um, að áhrif þau sem hann sér séu einungis komin frá þeirri sérstöku gerlategund sem hann dældi í tilraunadýrið. Það gild- ir einu hve mikils þrifnaðar hann gætir við uppeldi tilraunadýr- anna, þau eru alltaf mikið meng- uð gerlum þeim, sem venjulega lifa í meltingarfærum, vitirni og kynfærum dýra. Auk þess eru dýrin stöðugt óvarin fyrir inn- rás sýkla, sem eru í andrúms- lofti, mat og vatni. Til skamms tíma hafa líffræð- ingar sætt sig við þessar tak- markanir og hafa náð furðuleg- um árangri þrátt fyrir þær. En í merkilegri vísindastofnun sem ég heimsótti nýlega, vildu menn ekki sætta sig við þessar tak- markanir. Þeir vildu reyna að ala upp gerilsnauð tilraunadýr, og árangur þeirra tilrauna er mjög athyglisverður. Stofnun þessi gengur undir nafninu Lo- bund (upphafsstafir í hinu fulla nafni: Laboratories of Bacterio- logy, University of Notre Bame) og er í South Bend, lítilli iðnað- arborg nærri Chicago. Þar hafa ýmsar dýrategund- ir, allt frá húsflugum til apa, verið fóstruð algerlega geril- snauð, og eru þau nú notuð til vísindalegra tilrauna. Rannsókn- arstofurnar, sem búnar eru ein- stæðum tækjum, alls um 200.000 dollara virði, bera glæsilegt vitni framsýni og þrautseigju eins manns, James A. Reyniers, pró- fessors. Sem nemandi Notre Dame háskólans hafði hann les-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.