Úrval - 01.04.1952, Síða 51
Þrítugnr maðar gerist herlœknir, án læknis-
menntunar og gerir holskurði og aðrar
læknisaðgerðir í Kóreu.
Furöulegur æviferill
Grein úr „Life“,
eftir Joe McCarthy.
1" OKTÓBER síðastliðnum var
frá því skýrt í blöðum og
útvarpi vestanhafs, að ungur
skurðlæknir í flotadeild kanada-
manna í Kóreu, dr. J. C. Cyr að
nafni, hefði gert athyglisverðar
lungna- og brjóstaðgerðir á víg-
stöðvunum í Kóreu við hin erfið-
ustu skilyrði. Þessar frásagnir,
ásamt myndum í blöðunum, urðu
til þess að starfandi læknir
heima í Bandaríkjunum með
sama nafni, skýrði frá því opin-
berlega, að herlæknirinn væri
ekki sá sem hann segðist vera,
heldur hefði hann stolið nafni
sínu og skilríkjum, og komizt
þannig sem skurðlæknir í her-
inn. Þetta reyndist rétt. Hinn
falski dr. Cyr hét réttu nafni
Ferdinand Waldo Demara, hafði
aldrei verið í læknaskóla og ekki
einu sinni lokið gagnfræðaskóla-
námi. Demara var að sjálfsögðu
kallaður heim og hefur síðan
farið að mestu leyti huldu höfði.
En nýlega tókst fréttaritara frá
ameríska vikublaðinu „Life“ að
ná tali af honum og fékk hann
til að segja sögu sína, og kom
þá í ljós, að þetta var ekki í
fyrsta skipti sem hann tók titil
og nafn annars rnanns trausta-
taki. Þrátt fyrir ófullkomna
skólamenntun hafði hann um
skeið á hendi háskólakennslu í
sálfræði sem doktor í heimspeki
undir nafninu R. L. French. 1
annað skipti kallaði hann sig C.
B. Hamann, doktor í dýrafræði.
Ýmislegt fleira hefur hann
reynt. Hann hefur stundað nám
í lögfræði, verið munkur, amer-
ískur herinaður og sjómaður,
spítalaþjónn, og tvisvar hefur