Úrval - 01.04.1952, Page 59

Úrval - 01.04.1952, Page 59
FURÐULEGUR ÆVIFERILL 57 menntun. Demara sá ekki ástæðu til að leiðrétta þá villu. Fingraför voru tekin af honum í Victoria. Samanburður á þeim við fingrafarasafn bandaríska flotans í Washington leiddi í Ijós að nafn hans var Ferdi- nand W. Demara. Honum var veitt lausn úr kanadíska flot- anum, fékk greidd þau laun sem hann átti inni og var svo kurt- eislega beðinn að hverfa úr landi. Um kvöldið fór Demara með flugvél frá Seattle til Chicago þar sem hann dvaldi næstu þrjár vikur. ,,Ég hef víst drukkið meira en góðu hófi gengdi,“ seg- ir hann. „Ég gat ekki gleymt stúlkunni minni. Og ég minnt- ist þess með söknuði hve vel mér hafði liðið í kanadíska flotanum. Það var án efa ham- ingjusamasta tímabil ævi minn- ar. Ef sagan hefði ekki komizt í blöðin hefði allt farið vel.“ Síðastliðinn mánuð hefur Demara dvalizt hjá foreldrum sínum heima í Lawrence. For- eldrar hans hafa boðizt til að styrkja hann til læknisfræði- náms, en hann sýnir lítinn áhuga á því: það yrði þeim alltof þungur baggi, segir hann, — að ekki sé minnzt á það til- breytingarlausa erfiði sem biði hans við slíkt nám. Hugleiðingar hans um fram- tíðina eru nokkuð á reiki. For- tíðin er honum fjötur um fót. Núverandi kringumstæðum sín- um lýsir hann með þessum orð- um: ,,Ég vildi óska ég gæti not- að hið rétta nafn mitt; ég er orðinn þreyttur á fölskum nöfnum. En hvemig get ég not- að það eftir allt sem gerzt hef- ur?“ Demara kveikir sér í síga- rettu og blæs út úr sér reyk í átt til lofts. ,,Ég er sem sagt alveg óráðinn hvað ég tek fyrir næst,“ bætir hann við. „Þó get ég ekki neit- að því, að mér hefur dottið ýmislegt í hug.“ ★ CV3 Gagnlegt heyrnartæki. Aldraður maður kom inn í verzlun til að kaupa sér nýtt heyrnartæki, sem hann hafði séð auglýst. Tveim vikum seinna kom hann aftur til að láta í ljós ánægju sína með tækið. Hann kvaðst heyra samtöl manna með góðu móti, jafnvel i næsta herbergi. „Vinir yðar og ættingjar hljóta að vera ánægðir að tækið skuli hafa bætt svona heyrn yðar,“ sagði kaupmaðurinn. „Ég hef ekki sagt þeim frá því enn," sagði gamli maðurinn og brosti kankvíslega. „Ég hef bara setið þögull og hlustað á samtöl þeirra. Og vitið þér hvað? Ég er tvisvar búinn að breyta erfðaskránni minni á þessum tveim vikum!" — Milton Bleer í „Magazine Digest".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.