Úrval - 01.04.1952, Page 59
FURÐULEGUR ÆVIFERILL
57
menntun. Demara sá ekki
ástæðu til að leiðrétta þá villu.
Fingraför voru tekin af honum
í Victoria. Samanburður á þeim
við fingrafarasafn bandaríska
flotans í Washington leiddi í
Ijós að nafn hans var Ferdi-
nand W. Demara. Honum var
veitt lausn úr kanadíska flot-
anum, fékk greidd þau laun sem
hann átti inni og var svo kurt-
eislega beðinn að hverfa úr
landi.
Um kvöldið fór Demara með
flugvél frá Seattle til Chicago
þar sem hann dvaldi næstu þrjár
vikur. ,,Ég hef víst drukkið
meira en góðu hófi gengdi,“ seg-
ir hann. „Ég gat ekki gleymt
stúlkunni minni. Og ég minnt-
ist þess með söknuði hve vel
mér hafði liðið í kanadíska
flotanum. Það var án efa ham-
ingjusamasta tímabil ævi minn-
ar. Ef sagan hefði ekki komizt
í blöðin hefði allt farið vel.“
Síðastliðinn mánuð hefur
Demara dvalizt hjá foreldrum
sínum heima í Lawrence. For-
eldrar hans hafa boðizt til að
styrkja hann til læknisfræði-
náms, en hann sýnir lítinn
áhuga á því: það yrði þeim
alltof þungur baggi, segir hann,
— að ekki sé minnzt á það til-
breytingarlausa erfiði sem biði
hans við slíkt nám.
Hugleiðingar hans um fram-
tíðina eru nokkuð á reiki. For-
tíðin er honum fjötur um fót.
Núverandi kringumstæðum sín-
um lýsir hann með þessum orð-
um: ,,Ég vildi óska ég gæti not-
að hið rétta nafn mitt; ég er
orðinn þreyttur á fölskum
nöfnum. En hvemig get ég not-
að það eftir allt sem gerzt hef-
ur?“ Demara kveikir sér í síga-
rettu og blæs út úr sér reyk í
átt til lofts.
,,Ég er sem sagt alveg óráðinn
hvað ég tek fyrir næst,“ bætir
hann við. „Þó get ég ekki neit-
að því, að mér hefur dottið
ýmislegt í hug.“
★ CV3
Gagnlegt heyrnartæki.
Aldraður maður kom inn í verzlun til að kaupa sér nýtt
heyrnartæki, sem hann hafði séð auglýst. Tveim vikum seinna
kom hann aftur til að láta í ljós ánægju sína með tækið.
Hann kvaðst heyra samtöl manna með góðu móti, jafnvel i
næsta herbergi.
„Vinir yðar og ættingjar hljóta að vera ánægðir að tækið
skuli hafa bætt svona heyrn yðar,“ sagði kaupmaðurinn.
„Ég hef ekki sagt þeim frá því enn," sagði gamli maðurinn
og brosti kankvíslega. „Ég hef bara setið þögull og hlustað
á samtöl þeirra. Og vitið þér hvað? Ég er tvisvar búinn að
breyta erfðaskránni minni á þessum tveim vikum!"
— Milton Bleer í „Magazine Digest".