Úrval - 01.04.1952, Side 62
60
TJRVAL
gert af þeim hlut sem steypa
á, síðan er gert utan um það
mót og vaxið svo brætt burtu.
En þegar menn vilja fá ná-
kvæmar afsteypur, t. d. til fram-
leiðslu á hinum holu túrbínu-
blöðum í þrýstiloftshreyfla, er
notað frosið kvikasilfur í stað
vax. Mótagerðin verður þá að
sjálfsögðu að fara fram í frosti
fyrir neðan 38°.
I upphafi var getið um málm,
sem bráðnar í lófa. Það er gall-
ium, sem bráðnar við 30°. En
þrátt fyrir lágt bræðslumark er
suðumarkið mjög hátt, 1982°,
og er gallium því mikið notað
í hitamæla til mælingar á mjög
háum hita.
Bismuth bráðnar við 271°.
Það er stökkur málmur með
rauðleitum gljáa og hefur þann
eiginleika að segull hrindir hon-
um frá sér. Bismuths býður nú
sennilega merkilegt hlutverk
sem hitaleiðara frá kjarnorku-
ofniim. 1 fljótandi ástandi verð-
ur það látið renna um pípur til
gufuvélar sem knýr rafal eða
hreyfil í flugvél eða kafbát.
Verkfræðingar hafa lengi
leitað einhvers sem komið gæti
í stað gufu. Kvikasilfur hefur
rejmzt allvel, en suðumark þess
er frekar lágt — 357° — og upp-
gufuninni fylgir aukinn þrýst-
ingur sem er til óþæginda.
Natrium-kalium blöndur eru
heldur ekki sem verstar, en þær
eru hættulegar. Þegar þess er
minnst hvemig þær haga sér i
vatni er augljóst að venjuleg
slökkvitæki eru ekki heppileg ef
leki kæmi að pípu með bráðinni
natrium-kaliumblöndu.
Blöndur úr bismuth, blýi, tini
og indium virðast einkarheppi-
legir staðgenglar gufu til að
flytja 5—600° hita. Nýjustu til-
raunir sýna að chromium-stál
pípur tærast ekki þótt um þær
renni svona heitur málmbræð-
ingur.
Chromium er harðast allra
málma. Aðeins tvö önnur frrnn-
efni eru harðari, en það eru
demant og bóron. Chromium
(í daglegu tali nefnt króm) er
þekktast sem gljáhúð á búsá-
höldum, framan á bílum o. fl.,
en notagildi þess er miklu meira
til blöndunar í ryðfrítt stál, sem
er að y10—V5 hluta chromium.
Ný blanda af chromium, kol-
efni og nikkel hefur reynzt sér-
staklega vel sem egg í skurð-
tæki til að skera harða málma.
Hingað til hefur til þess verið
notað tungstencarbid, en það
er helmingi þyngra.
Aðrar króm-nikkel blöndur
eru notaðar til margs, t. d. í
þrýstiloftshreyfla. Jarðfræðing-
ar nota eina þeirra til að búa
til hylki sem þola þurfa mik-
inn þrýsting. Slík hylki eru
notuð til að rannsaka áhrif
þrýstings á ýms steinefni til
þess að fá hugmynd um í
hvernig ástandi steinefnin eru i
iðrum jarðar. í hylkin eru látin
steinefni og einhver vökvi og
síðan er hylkið hitað. Vökvinn
breytist þá í gufu og veldur