Úrval - 01.04.1952, Page 66
64
CTRVAL
Á undanfömum tuttugu ár-
um hefur hjónabandsfræðsla
hlotið almenna viðurkenningu.
Hún er nú látin í té í einhverri
mynd í háskólum, menntaskól-
um, kirkjum og á námskeiðum
fyrir fullorðna. Allir sem læsir
eru og skrifandi geta nú fengið
fræðslu um kynferðismál,
hjónabönd og fjölskyldulíf.
En hefur svo öll þessi fræðslu-
starfsemi fært mönnum aukna
hjónabandshamingju? Sem fyrr-
verandi prófessor í faginu ef-
ast ég ekki einungis mn það —
ég fullyrði jafnvel að stundum
valdi hún tjóni.
Það er ekki við því að bú-
ast að við getum kennt fólki að
gera hjónaband sitt hamingju-
samt, þegar við vitum ekki í
hverju hjónabandshamingjan er
fólgin og hvernig hún verður
til. Ég sagði hverjum nýjum
hópi nemenda, að þótt öll hjóna-
bönd hefðu sín sérkenni, væri
þeim þó ýmislegt sameiginlegt.
En því lengur sem ég kenndi,
því meir efaðist ég um að þetta
væri rétt.
Mér dytti aldrei í hug að haga
hjónabandi mínu í samræmi
við það sem ég kenndi nemend-
um mínum. Öll góð hjónabönd
sem ég hef kynnzt hafa átt til
að bera einhvem innri þrótt,
eitthvað óvenjulegt, sem hvorki
verður kennt né numið.
Ein vinkona konunnar minn-
ar er gift námaverkfræðingi,
sem á mælikvarða hjónabands-
fræðinnar lifir vandræðalífi, er
á sífelldu flakki og dvelur lang-
dvölum erlendis. I hvert skipti
sem konan hans verður ófrísk
verður hún að fara ein heim
til föðurlands síns og ala þar
bamið án öryggis og stuðnings
af návist ástúðlegs eiginmanns.
Svo fer hún aftur með ungbarn
sitt þangað sem maðurinn henn-
ar dvelur þá stundina og verð-
ur að annast það þar, ef til vill
við frumstæð og miður heilsu-
samleg skilyrði.
Börnin hennar fjögur alast
upp við erlend tungumál. Mað-
urinn hennar er stundum svo
önnum kafinn í námunum, að
hann gleymir að koma heim að
borða, gleymir giftingardegin-
um þeirra og gerir sér engar
rellur út af peningum meðan
f jölskyldan hefur nóg að borða.
I hvert skipti sem þessi kona
kemur heim, heimsækir hún
okkur. Einu sinni spurði ég
hana hvort hún mundi giftast
sama manninum aftur ef hún
ætti þess kost.
Hún horfði lengi á mig og
sagði svo: „Eg get ekki ímynd-
að mér að ég gæti gifzt nokkr-
um öðrum manni. Ég hef aldrei
kynnzt jafntöfrandi manni og
ég fæ mig aldrei fullsadda ai
honum.“
Svo brosti hún. „Ó, ég veit
hann er ekki í hópi þeirra sem
þið hjónabandsfræðaramir kall-
ið fyrirmyndareiginmenn, en í
mínum augum er hann það —
og er það ekki mest um vert?“
En svo við snúum okkur að