Úrval - 01.04.1952, Síða 85

Úrval - 01.04.1952, Síða 85
MR. SMITH 83 sem ég þekkti ekki áður. Það er ég sjálfur. * Ég fæddist í taorg, sem heitir Cres- cent, en útborgin Oakdale er nú hluti af henni. Húsið, sem ég fæcH- ist í, var stórt og fremur skrautlegt, með turnum og hvolfþökum og glugg- um úr spegilgleri. Það var raunar of stórt, þegar tillit er tekið til þess, að lóðin sem það stóð á, var ekki nema sjötíu og fimm fet á breidd og hundrað á lengd. Húsið náði næst- um yfir alla lóðina, þannig að mjög lítið bil var milli þess og húsanna taeggja vegna. Ef ekki voru dregin niður gluggtjöldin, gátum við séð á kvöldin úr okkar gluggum, hvað gerðist i nágrannahúsunum. Húsið var tákn margra hluta. Það tilheyrði tímabili, sem lá milli land- námstímans, þegar Crescent var þorp, og þess dags, þegar verksmiðjurnar risu af grunni og þorpið varð að bæ og bærinn að borg. 1 upphafi höfðu húsin í þorpinu staðið þétt saman í varnarskyni gegn árásum indíána, frakka og loks breta. Enda þótt borgin stækkaði, stóðu húsin enn þétt, því að allar samgöngur byggðust á hestunum, og jafnvel auðugir menn reistu hús sin á dýrmætum la.ndspildum innan endi- marka borgarinnar. Og þegar bifreið- in kom til sögunnar og stytti allar fjarlægðir, fluttu menn sig í út- hveríin, svo sem til Oakdale; enda þótt öll árásarhætta væri um garð gengin og engin takmörk á sam- göngumöguleikum, þjöppuðu menn sér saman eins og áður. Það var eins og fólkið væri alltaf hrætt, fyrst við indíánana og ræningjana, og seinna við einveruna eða þá það, að vera eitthvað frábrugðið nágrönnun- um. Ég held, að óttinn við einveruna hafi sprottið bæði af efnalegri og and- legri fátækt. Menn reistu aldrei veggi eða girðingar kringum hús sín eins og tíðkaðist í Evrópu, þannig að þeir gætu lifað út af fyrir sig og losn- að við þau leiðindi, að vera vottar að ýmsum óskemmtilegum atburðum í húsi nágrannans, eins og kom fyrir mig í bernsku. Þeir hirtu ekki urn að vernda einkalíf sitt, heldur vildu, eins og Enid, að nágrönnunum væri kunnugt um, hvað væri að gerast á heimilum þeirra, og þannig huldu þeir líf sitt blekkingarhjúpi, sem var ekki óskildur leiklist, hugsuðu rniklu meira urn ytra boröið en hitt, sem inni fyrir bjó. Enid er á sinn hátt lítið tákn þess, sem ég á við. Hún hefur gengið blekkingunni svo gersamlega á hönd, að hún leikur hlutverk sitt jafnvei í rúminu, þannig að hún getur ekki veitt manni neina fullnægingu, hvorki líkamlega né öðurvísi. Það er engin leið að komast í snei'tingu við hana •— við kjarna hennar eða sál eða sjálf, meina eg, ef hún hefur þá nokkurn kjarna, sál eða sjálf lengur. Af þessari ástæðu hætti ég fyrir löngu að tala við hana um nokkurn skapaöan hlut — velferð og framtíð barnanna, stjórnmál, eða jafnvel hátt- erni nábúanna, sem er þó ávallt frjótt og þægilegt umræðuefni. Þegar ég reyndi að tala vio hana, komst ég að raun um, að ég talaoi ekki við heiðarlega, lifandi manneskju, held- ur gervikonu, leiksviðshlutverk, sem hið innra var auðn og tóm. Það er stórfurðulegt, að í borg eins og Crescent og úthverfi eins og Oak- dale eru sérkennilegir menn alveg hættir að sjást. Meðal fyrstu land- nemanna, þrautseigra karla og kvenna, sem höfðu unað af því að byggja eitthvað með eigin huga og hönd, hugrekki og sjálfstrausti, voru sérkennilegir menn svo algengir, að þeir töldust frekar til reglu en und- antekningar. Og jafnvel þegar ég var á bernskualdri, var fullt af sér- kennilegum mönnum í borginni — mönnum, sem lifðu eins og þá lysti og kærðu sig kollótta um almennings- álitið. Þeir auðguðu líf samfélagsins stórlega og gerðu það miklu tilbreyt- ingarríkara. En þegar ég varð eldri,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.