Úrval - 01.04.1952, Page 91
MR. SMITH
89
Þegar liðþjálfinn var farinn tók
ég upp bréfið frá Enid, sem varpað
hafði verið niður með öðrum pósti
þennan dag. Við fáum póst á
þriggja vikna fresti, þegar flugvél
flýgur yfir eyjarnar og kastar
póstinum niður til gleymdra og ein-
angraðra vesalinga eins og okkar.
Bréfið hófst á orðunum „E'iskan
mín,“ og það var nóg til að koma
mér í illt skap.
Elskan min (skrifaði hún), ég hef
ekki frétt af þér i þrjár vikur og
vona að ekkert sé að. Eg var dá-
lítið undrandi þegar ég heyrði, að
þú værir ekkert óánægður með
lífið.
Það er ekki mikið að frétta. Börn-
in eru frisk og sakna þín. Ronnie
gengur ekki vel í skólanum, svo
að ég lét rannsaka hann nákvæm-
lega — augu, eyru, nef og allt —
en læknarnir fundu ekkert athuga-
vert við hann. Hann segir bara, að
hann langi ekki til að ganga í
skóla, svo að ég býst við að ég verði
að hamra á honum þangað til hann
sér að sér. Eg hef verið að lesa
bækur um þetta efni, og i einni
þeirra stendur, að börn, sem séu ó-
fús að ganga í skóla, hafi orðið fyr-
ir angri og vonbrigðum á heimilinu,
en ég veit að það getur ekki verið
ástæðan. Hér er allt í svo góðu lagi.
Það er allt í lagi með Esther. Hún
er gott barn og hefur aldrei verið
óþæg. Hún er altlaf svo skilnings-
góö, og þegar mér leiðist af því að
þú ert í burtu, kemur hún til min,
leggur handlegginn um háls mér og
segir: „Elsku mamma, láttu ekki
liggja illa á þér. Bráðum kemur
pabbi heim og þegar hann er kom-
inn, þá elskar hann þig meira en
nokkru sinni." Er þetta ekki dá-
samlegt ? Hún er gerólik Ronnie,
sem stundum er kuldalegur og
raunar fjandsamlegur í minn garð.
Móðir þin kom hingað í síðustu
viku og gisti eina nótt. Hún er á
ferðalagi fyrir eitt af félögunum
sínum til þess að selja striðsskulda-
bréf. Hún var þreytuleg og ellileg,
og ég talaði lengi við hana og leiddi
henni fyrir sjónir, að hún væri ekki
lengur ung og gæti ekki boðið sér það,
sem hún þoldi áður, en það var eins
og að tala við stein. Þú verður að
reyna að skrifa henni oftar, elskan
min. Mér fannst hún vera bæði
særð og móðguð yfir því, að ég fæ
fleiri bréf en hún. Þú veizt hvernig
hún er.
Ég myndi skrifa þér oftar, en það
er eins og það sé til einskis, því að
maður veit aldrei hvort þú færð
bréfin. Eg er að leggja af stað til
New York, þar sem hin árlega
bekkjarhátíð verður haldin. Ég vildi
óska að þú hefðir getað verið með.
Klúbburinn er orðinn hálf skringi-
legur, því að það er svo lítið um
karlmenn. Þeim er alltaf að fækka
— eftir eru aðeins drengir og
öldungar. Manni finnst það vera
svo tilgangslaust, að þú skulir
hanga þarna úti í miðju Kyrrahafi,
þegar þú gætir lifað hamingjusömu
lífi hjá konu þinni og börnum.
Farðu nú vel með þig, og þegar
þú kemur heim, skulum við vinna
upp alla þessa glötuðu mánuði og
ár. Þú getur ekki ímyndað þér, hve
mér finnst ég vera einmana, þegar
ég horfi á autt rúmið þitt. Og skrif-
aðu mér . . . þú veizt ekki, hvað
bréfin þín hafa mikla þýðingu fyr-
Jæja, svona var þá bréfið. Fallegt
bréf. Nákvæmlega þesskonar bréf,
sem elskandi kona mundi skrifa
elskandi eiginmanni, bréf konu, sem
raunverulega léti sér annt um tengda-
móður sína og léti likamlega vel-
ferð barna sinna sitja fyrir öllu . . .
bréf konu, sem maður gæti yfirgef-
ið í fullu trausti þess, að hún
reyndist trú og sæi fyrir öllu.
Já, fallegt bréf . . . óaðfinnanlegt
. . . fyrirmynd . . . En . . . hvað?
. . . Það var þesskonar bréf, sem
leikari les á leiksviði.