Úrval - 01.04.1952, Qupperneq 97

Úrval - 01.04.1952, Qupperneq 97
MR. SMITH 95 ristir djúpt, er stundum sársauka- fullur og ekki í neinum skilningi heil- brigður. Mér virðist, að í öllu lífi minu hafi aðeins ein manneskja séð hina hliðina, innhverfuna, á mér, og sú manneskja er Mary Raebum. Hún er sennilega eina lifandi manneskjan sem eg hef talað við um sjálfan mig. Hún hefði kannski getað bjargað mér. Reyndin varð þó sú, að hún færði mér ógæfu. Til skilningsauka á ýmsu, er nauð- synlegt að rekja forsögu Mary í stór- um dráttum, því að hún var næsta óvenjuleg og jafnvel einkennileg. Mary var sonardóttir manns sem fyrstur sá framtíðarmöguleika Cres- cent City. Hann eyddi allri starfsorku sinni í að efla bæinn og eignaðist við það stórar lóðir í hjarta stórrar iðnaðarborgar. Lóðir þessar marg- földuðust i verði, og þegar gamli maðurinn dó, var hann margmiljón- ari. Hann arfleiddi einkason sinn að auðinum, en með því fororði, að lóð- imar yrðu ekki seldar fyrr en í þriðja lið, en lengur hafði hann ekki heim- ild til að binda arfinn. Áður en hann dó, hafði hann séð auðæfum, sem skapazt höfðu í borginni, sóað og erf- ingjana flytja burt til New York eða Evrópu og lifa þar á auði Crescent City. Hann setti því annað fororð — að erfingjar í annan lið fengju ekki arðinn af eign sinni nema þeir býggju að minnsta kosti hálft árið í Crescent City. Þetta var ástæðan til þess að Mary Raeburn dvaldi helming hvers árs í borginni. Vantraust gamla mannsins á hæfileikum og áhuga einkasonar síns kann að hafa verið réttmætt því að hann sýndi engan áhuga á kaupsýslu. Þegar hann að loknu fjögra ára háskólanámi i Harvardhá- skóla og þriggja ára dvöl í Evrópu kom heim var Crescent honum framandi. Og eftir að gamli mað- urinn dó dró hann ekki dul á óbeit sína á borginni. Hann kvæntist konu frá Nýja Englandi og upp frá því var heimili þeirra í Evrópu; þau komu aðeins til Crescent City til að uppfylla skilyrði erfðaskrár- innar. Mary var þrem árum yngri en ég og fædd í Evrópu. Ég sá hana mjög sjaldan þangað til ári áður en ég kom hingað á þessa Suðurhafseyju. Á unglingsárum okkar beggja kom hún stöku sinnum í samkvæmi þar sem unga fólkið i Crescent City kðm saman, en hún var alltaf dálítið utanveltu, sennilega af því að hún var ekki nógu kunnug bæjarlífinu til að geta tekið þátt i glensi og gamanmálum okkar. Hún var ekki þannig útlits að hún gengi i augun á piltunum. Hún var frekar óásjáleg, feitlagin og hálfklunnaleg. En eins og margar slíkar stúlkur lagaðist hún með aldrinum, vöxturinn batnaði, fín- gerð lögun andlitsbeinanna kom skýrar í ljós og gæddi svip hennar þesskonar yfirbragði sem nálgaðist sanna fegurð. Þegar hún var 23 ára dó faðir hennar og féllu þá til hennar geysi- legar tekjur, að sjálfsögðu með því skilyrði að hún dveldi helming hvers árs í Crescent City. Einu eða tveim árum seinna giftist hún manni að nafni Herbert Raeburn. Eg sá hann einu sinni eða tvisvar, hann var dökkhærður, eldri en Mary og frek- ar laglegur. En einhver snurða hljóp á þráðinn og eftir fjögur ár voru þau skilin. Eftir það urðu tengsl hennar við fólkið í Oakdale ennþá minni en áður. Húsið sem hún bjó í hafði afi hennar byggt um 1880 og hafði það allajafna verið talið ljótt, þó að ald- urinn hefði nú gætt það fegurð sinni. Anddyrið var geysistórt og upp úr því breiður hringstigi, glugg- arnir á neðri hæðinni náðu frá gólfi til lofts en lofthæðin var 4—5 metr- ar. Það fylgdi húsinu einhver undar- legur raunablær, eins og það hefði verið byggt handa stórri fjölskyldu. En i tvær kynslóðir höfðu alizt þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.