Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 26
24
TJ'RVAL.
sjúklingum, sem hafa fótavist,
hafa útgjöld til fatnaðar og hús-
gagna stóraukizt, og þrengslin
í hinum gömlu hælum hafa orð-
ið enn tilfinnanlegri. Það er
vissulega dýrt að endurbæta hin
gömlu hæli og byggja ný, en
ætli allir geti ekki verið á einu
máli um, að ekki megi dragast
lengur að bæta úr hinni van-
sæmandi aðbúð geðsjúklinga.
Mikilvægt er einnig, að adstand.
endur sjúklinganna sjái, að þeir
hljóti góða aðbúð og lifi í fögru
umhverfi, sem veitir ákjósanleg
skilyrði til lækninga.
Því miður verður að segja, að
largactil er ekki skaðlaust lyf.
Það getur haft óþægilegar auka-
verkanir. Hjá þeim 200 sjúk-
lingum í Viborg, sem fengið
hafa largactil í eitt ár, hafa
komið fyrir útbrot, yfirlið sem
afleiðing af blóðþrýstingsfalli,
krampar, skemmd í lifur, hægða-
tregða, sótthiti o. fl. einkenni.
Það verður því að gæta fyllstu
varúðar við notkun þess og að-
eins nota það þegar um alvarleg
tilfelli er að ræða. Reynsla okk-
ar af largactil er sú, að um
helmingur sjúklinganna fær
verulega bót, ástand þeirra og
líðan breytist stórlega til batn-
aðar, t. d. þannig að sjúkling-
amir komast á fætur eftir
margra ára legu, eða geta byrj-
að að vinna, eða ró færist yfir
þá.
Annað þessara nýju lyfja er
reserpin (gengur einnig undir
nöfnunum serpasil og ravulid).
Það hefur haft svipuð áhrif á
marga langlegusjúklinga og
largactil, ef til vill tæplega jafn-
róttæk, en hinsvegar hefur eit-
uráhrifa gætt- minna. Reserpin
hefur róandi áhrif á æsta og
órólega sjúklinga. Sjálfur hef
ég ekki reynslu af því við al-
varlegri, langvinnri geðveiki, en
ég hef náð ágætum árangri með
því við minniháttar geðveilum
og taugaveiklun, þar sem helztu
einkennin eru kvíði og innri óró.
I danskri lyfjaverksmiðju,
Lundbæks laboratorium, hefur
fundizt efnið covatin, sem við
tilraunir á músum hefur reynzt
hafa mjög róandi áhrif án þess
að vera svæfandi. Við kerfis-
bundnar tilraunir á mönnum
hefur fengizt sama reynsla, það
hefur róandi áhrif án þess að
sljóvga menn eða gera þá syfj-
aða.
I háskólasjúkrahúsinu í Vín
hefur dr. Amold reynt covatin á
28 legusjúklingum og 75 heiman-
göngusjúklingum af ýmsu tagi,
ýmist alvarlega geðveika eða
taugaveiklaða. Árangurinn varð
sá, að um 80% af sjúklingum,
sem þjáðust af minniháttar geð-
veilum eða taugaveiklun, fengu
verulega bót, og er það álit dr.
Arnolds, að covatin taki öðrum
lyfjum fram þegar um er að
ræða heimangöngusjúklinga með
minniháttar geðveilur (neuro.
ser), en komi í fæstum tilfell-
um að gagni gegn langvarandi
brjálsemi, og þá því aðeins að
gefnir séu stórir skammtar.