Úrval - 01.06.1956, Side 27

Úrval - 01.06.1956, Side 27
HIN NÝJU TAUGA- OG GEÐSJÚKDÓMALYF 25 Reynsla mín af covatin kemur heim við reynslu dr. Arnolds. Tölulegar upplýsingar hef ég því miður ekki, en ég hef hitt æðimarga sjúklinga, sem leitað höfðu til mín vegna þess að þeir voru kvíðafullir, eirðarlausir og vanstilltir, og sem hafa trúað mér fyrir því, að þeir hefðu í rauninni verið búnir að gefa upp alla von um að geta lifað bæri- legu lífi. Þessum sjúklingum finnst nú, að þeir geti ekki með nokkru móti verið án covatins. 1 þessu er á hinn bóginn nokkur vandi fólginn, því að þess ber að minnast, að sjálfur sjúkdóm- urinn hefur ekki verið læknaður, heldur hefur aðeins verið dregið úr sjúkdómseinkennunum. Ef til vill eru þessir sjúklingar, fyrir áhrif lyfsins, móttækilegri fyrir eiginlegar geðlækningar, og ef til vill verður síðar tími til og tök á að beita þeim, en úr því getur framtíðin ein skorið. Að lokum er svo suavitil, sem einnig er danskt lyf, framleitt hjá Medicinalco, og hefur verið reynt á dönskum sjúkrahúsum. Eins og covatin hefur það lítil áhrif á alvarlega brjálsemi, en reynist vel við minniháttar geð- veilum af ýmsu tagi, einkum þunglyndi og kvíða eða hræðslu. Áhrif þess eru talin fólgin í því, að lyfið girðir á einhvem hátt fyrir, að ytri áhrif orki jafnsterkt á hinn sjúka og áður, í stómm skömmtum svo mjög, að nálgast algera einangrun, þannig að áhrifin komast alls ekki inn, eða valda að minnsta kosti ekki þeirri vanlíðan, sem þau ollu áður. I læknisstarfi mínu hef ég haft mikla ánægju af þessu lyfi, og get ég sem dæmi nefnt leigu- bílstjóra, sem leitaði til mín vegna hræðslutilfinningar, sem ásótti hann við akstur. Hræðsl- an tók að gera vart við sig eftir dauðaslys, sem sjúkling- urinn hafði verið viðriðinn, en þó ekki átt neina sök á. Hann var órólegur og kvíðinn við stýr. ið og dagana áður en hann kom til mín, hafði hann ekki getað stundað akstur. Hann hafði fengið hjartslátt og köfnunar- tilfinningu, og kvíði, jafnvel dauðahræðsla sótti á hann. Með suavitilgjöf og skynsamlegum fortölum tókst fljótlega að gera þennan mann, sem annars var að eðlisfari rólyndur og gæddur jafnaðargeði, vinnufæran að nýju, og var í rauninni furðu- legt hve fljótt hræðslueinkennin hurfu. Augljóst er af þvi sem sagt hefur verið hér að framan, að ekki er auðvelt að vita hvaða lyf nota beri í hverju einstöku tilfelli. Við vitum enn svo lítið um þessi nýju lyf, að ég get vel ímyndað mér, að eftir eitt ár muni ummæli mín um þau verða öll önnur en nú. Lyfjagjöf við geðsjúkdómum hefur í sumum tilfellum borið slíkan árangur, að líkja má við kraftaverk. Og heilbrigð skyn- semi spyr, hvort hér geti verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.