Úrval - 01.06.1956, Síða 35
KYNLlF Á LEIKSVIÐI
33
hefur haft holdleg mök við, er
í raun og veru fordæða, þó að
glæpur hennar sé ekki sá að
hafa dansað við djöfla í tungl-
skini. Glæpur hennar er sá, að
hafa látið hetju leikritsins taka
sig frillutaki úti í skógi. Þessu
viðfangsefni — hinu djöfuilega
valdi kynlífsins og afleiðingum
ótrúmennsku í hjónabandi —
rugluðu áhorfendur saman við
atburði í stjórnmálum samtím-
ans, svo sem rannsóknir þing-
nefnda á starfsemi kommúnista.
Ef Deiglan hefði verið sýnd á
tímum pólitísks umburðarljmd-
is, mynduð við hafa séð annað,
og ég hygg, betra leikrit.
Sú innri nauð, sem knýr Biff
í Sölumaður deyr til að eyði-
leggja framtíð sína, leggja í rúst
líf föður síns og gera draum
hans að engu, á rætur sínar að
rekja til þess að hann stendur
föður sinn að því sauruga athæfi
að eiga mök við léttúðardrós í
hótelherbergi. Allt líf Willy Lo-
mans hrynur í rúst, ekki af því
að samfélagið sér ekki öldruð-
um sölumanni fyrir efnahags-
öryggi, heldur af því að hann
hefur stigið eitt vixlspor, drýgt
hór. Getið þið ímyndað ykkur
að persóna í leikriti eftir Schnit-
zler, Pirandello, Giraudoux eða
Anouilh komist svo algerlega úr
jafnvægi við það að sjá föður
sinn gera sig sekan um smáveg-
is hórdóm? Sonurinn mundi
gera ráð fyrir því, að faðirinn
hefði hjákonu, og faðirinn mundi
ekki amast við því að sonurinn
legði lag sitt við vændiskonur
eða stofnaði til sambands við
fullorðna konu, og allir myndu
njóta lífsins, einkum kvenfólkið.
En í Sölumaður deyr er kynlífið
saurugt og viðbjóðslegt athæfi,
sem öllum veldur óhamingju og
ætti að rannsakast af atorku-
samri þingnefnd.
Enda þótt La guerre de Troie
n’aura yas lieu fjalli um Tróju-
stríðið, og enda þótt Helena
fagra, drottning Menelásar kon-
ungs í Spörtu, sem vissulega er
orsök stríðsins, sé aðalpersóna
leiksins, bólar hvergi á þeim
ótta við kynlífið, sem einkennir
amerísk leikrit. Helena er ung,
Ijóshærð kona, gædd seiðmögn-
uðum kynþokka, og það er eitt
af hinum kaldhæðnu atriðum
sögunnar, að Helena og París,
kóngssonur frá Tróju, sem
nemur Helenu á brott, fella
ekki einu sinni ástarhugi sam-
an. Það er ekki einu sinni ást-
aróður í Rómeó-og-Júlíu stíl.
Hinni hörmulegu styrjöld er
hleypt af stokkunum fyrir til-
verknað tveggja munuðfullra
einstaklinga, sem finna á-
hy&gjulausa nautn í því að
rekkja saman. Helena nýtur
þess raunar að samrekkja hverj-
um þeim karlmanni, sem henni
lýst vel á, og Giraudoux
hneykslast ekki og fyllist ekki
viðbjóði á því, sem ekki getur
talizt fágætt fyrirbrigði í
frönsku þjóðlífi. Ef það er
nokkuð, sem Giraudoux hefur
andstyggð og viðbjóð á, þá er