Úrval - 01.06.1956, Side 39
ER EKKI HÆGT AÐ BÚA TIL BETRI SKÓ ?
37
máli og hjólið, að hægt er að
breyta þeim og bæta þá, og
nýlegar vísindalegar uppgötv-
anir á sviði rafeindatækni og
atómfræða boða upphaf þróun-
ar, sem engan hefur fyrr dreymt
um.
Fyrir nokkrum vikum skýrði
David Sarnoff, stjórnarformað-
ur Radio Corporation of
America, frá rafeindatóngjafa
eða hljóðfæri, sem að sögn hans
getur framleitt alla þá tóna
sem mannlegt eyra getur greint.
Með því að snúa hnöppum, sem
stjórna ótal radíólömpum og
-spólum er hægt að framkalla
tóna, sem eru eftirlíking af
mannsrödd, fuglasöng eða leik
einhvers hljóðfæris. Með hljóðrit-
un á segulband og samtímis tón-
myndun í líkingu ýmissa hljóð-
færa er jafnvel hægt að líkja
eftir leik heillar sinfóníuhljóm-
sveitar — án þess nokkur hljóð-
færaleikari komi þar nærri.
Annað furðutæki, sem Sarn-
off skýrði frá, er rafeindakæli-
skápur, sem hægt er að kæla
og frysta í matvæli þótt í hon-
um sé hvorki mótor né kæli-
vökvi. Kælingin fer fram á þann
hátt, að rafstraumur er leiddur
gegnum tvær ólíkar málmteg-
undir,svo sem t. d. zink og silfur,
er tengdar hafa verið saman.
Með því að nota þessa uppgötv-
un verður að öllum líkindum
hægt að framleiða svo ódýra
kæliskápa, að hvaða fjölskylda
sem er getur haft slíkan skáp í
eldhúsinu hjá sér.
Á öðrum sviðum hafa verið
gerðar jafnmerkilegar uppgötv-
anir og hinum frjálsa, óháða
uppfinningamanni standa opin
sömu tækifæri og hverjum öðr-
um til að finna nýjar leiðir. Að
vísu hefur tilorðning nýrra efna
og tækja eins og t. d. nælons,
sjónvarpslampa og kjarnorku-
knúinna kafbáta kostað millj-
arða króna og útheimt sam-
starf margra sérfræðinga, en
nýjar uppgötvanir eru ekki ein-
ungis gerðar á þann hátt. Það
kemur jafnvel oft fyrir, að þeir
sem utan við standa koma fram
með ný sjónarmið og hugmynd-
ir, sem farið höfðu framhjá
sérfræðingunum.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að
semja áætlun fyrir skapandi
hugsun. Sérhver uppfinninga-
maður verður að ryðja sér braut
sjálfur, en fyrir kemur að hon-
um opinberast mikilvægar hug-
myndir af hreinni tilviljun.
Stundum finnur hann allt annað
en hann var að leita að. Fyrir
tveim árum kom til mín tré-
smiður frá Cleveland, Joe La-
Rocca að nafni, með uppfinn-
ingu. Hann hafði fest þunnan
stálrenning á slitlag hjólbarða
til þess að auka slitþol þeirra.
Þessi hugmynd hans var ekki
haldbær, því að slitþol stálsins
reyndist minna en gúmsins.
En við nánari athugun á upp-
finningu LaRocca sá ég, að hann
hafði fest renninginn við hjól-
barðann með haglega gerðum
fjaðurmögnuðum stálklemmum.