Úrval - 01.06.1956, Page 40
38
ÚRVAL
Til þess að festa klemmurnar
þurfti ekki annað en leggja þær
framan við hjólbarðana og aka
yfir þær. Og hægt var að ná
þeim af með einu handtaki með
þvi að nota einfalda lyftistöng.
Hér hafði Joe LaRocca fundið
nokkuð, sem bifreiðaverkfræð-
ingar höfðu árangurslaust leitað
að árum saman — útbúnað er
gæti komið í staðinn fyrir snjó-
keðjur og auðvelt væri að setja
á afturhjólin og taka af aftur.
Nokkrar endurbætur og mikið
undirbúningsstarf þurfti áður
en þessar klemmur voru mark-
aðshæfar, en í Bandaríkjunum
njóta þær nú mikilla vinsælda,
eru auðseljanlegar og munu án
efa gera LaRocca ríkan á
skömmmn tíma.
Oft hafa menn orðið auðugir
af því að finna upp smáhluti,
eins og t. d. gúmmíhælinn,
bylgjóttu hárnálina, rakvélina
og rennilásinn. En áður en upp-
finningamaður eyðir miklum
tíma í tilraunir með einhverja
uppfinningu, ætti hann að spyrja
sjálfan sig hvort hún uppfylli
eftirfarandi skilyrði:
1. Fullnægir hún einhverri
raimverulegri þörf?
2. Er hægt að framleiða hana
ódýrar en þær vörur, sem
hún mun þurfa að keppa
við ?
3. Hefur hún nægilega kosti
til þess að réttlæta hærra
verð en á samkeppnisvör-
um hennar?
4. Er hægt að framleiða hana
í verksmiðjum, sem þegar
eru til?
5. Getur almenningur notað
hana án þess að breyta lífs-
venjum símrni?
Fæstir uppfinningamenn spyrja
sig slíkra spuminga og verða
því ekki ríkir. Af 40.000 upp-
finningum, sem veitt eru einka-
leyfi á í Bandaríkjunum á ári
hverju, borgar aðeins ein af
hverjum tuttugu einkaleyfis-
kostnaðinn og aðeins fáeinar
gefa af sér miklar tekjur.
Önnur skyssa, sem margir
uppfinningamenn gera sig seka
um, er sú, að eyða tíma og fé
í eitthvað sem þegar hefur ver-
ið fundið upp. Gegn hæfilegri
þóknun geta menn komizt að því
á einkaleyfaskrifstofu, hvort
hugmynd þeirra hefur þegar
verið bundin einkaleyfi, og þar
geta menn einnig fengið afrit
af einkaleyf alýsingpim. Með
þessu geta þeir ekki aðeins spar-
að sér fé og tíma, heldur fá þeir
oft hvatningu til þess að fram-
kvæma hugmynd sína, þegar
þeir sjá hve langt aðrir uppfinn-
ingamenn á líku sviði hafa kom-
izt.
Fátt er nýtt undir sólinni, og
á það við um hugmyndir að
uppfinningum. Vinur minn,
Charles F. Kettering, hjá Gene-
ral Motors, sem á að baki sér
margar merkar uppfinningar,
segir að hann hafi aldrei fengið
neina hugmynd að uppfinningu,