Úrval - 01.06.1956, Page 63
HVE MIKIL ERU TÓNVERK MEISTARANNA AÐ VÖXTUM ?
61
mælikvarða, Þótt Goethe skrif-
aði mikið um ævina, var hann
alls ekki í hópi afkastamestu
rithöfunda. Niðurstaða útreikn-
inganna varð sú, að viðstöðulaus
lestur allra bóka, bréfa og minn-
isblaða Goethe mundi taka rúma
tvo mánuði. Án tillits til tíma-
frekra nótnaskrifta virðast af-
köst tónskálda þannig ekki
sambærileg við afköst rithöf-
unda, enda krefst samning tón-
verka án efa meiri einbeitingar
en ritstörf. Tónum sinfóníu eða
óperu verður að skipa niður á
allt annan og nákvæmari hátt
en orðum í stórri skáldsögu.
Ævistarf Bachs, mælt í tutt-
ugu og sjö og hálfs dags óslit-
inni tónkeðju, er því hreint ekk-
ert smáræði. Aðeins eitt tón-
skáld, Joseph Haydn, lét eftir
sig lengri tónkeðju. Hann samdi
meira en hundrað sinfóníur og
áttatíu og þrjá kvartetta, auk
annarra tónverka, og mundi við-
stöðulaus flutningur allra verka
hans taka mánaðartíma.
Þetta voru hinir langlífu
meistarar og má í sömu andrá
nefna Hándel, sem lét eftir sig
álíka langa tónkeðju og Bach.
Til þess að bera þá saman við
Mozart og Schubert, sem báðir
dóu ungir, verðum við að grípa
til prósentureiknings. Þótt ævi
þeirra væri helmingi styttri létu
þeir eftir sig verk, sem taka
mundi hálfan mánuð að leika
(Schubert þó líklega aðeins
minna), og má af því ráða hve
fádæmamikil hugmyndauðgi
þeirra hefur verið. Þar við bæt-
ist hjá Mozart hinn geysilegi
kraftur formsins, sem ekkert
á skylt við flaustursverk, sem
hrist eru fyrirhafnarlaust fram
úr erminni. Ekki getur hjá því
farið, að Mozart hafi oft þurft
að leggja saman daga og nætur
til að semja tónverk, sem að-
eins tekur skamma stund að
leika. Væri til á nótum allt það
sem Mozart lék af fingrum f ram
og aldrei var skráð og auk þess
allt það sem hann taldi mis-
heppnað og fleygði, mætti áreið-
anlega tvöfalda eða þrefalda
flutningstíma verka hans. Stök
iðni var einn þátturinn í snilli-
gáfu Mozarts.
Ef við mælum Beethoven á
þennan sama mælikvarða, þá
verður hann hreinasti dvergur
í samanburði við fyrirrennara
sina. Öll hans verk er hægt að
leika á fjórum sólarhringum.
Á því má greinilega sjá, hvernig
með honum hefst nýtt tímabil
hnitmiðunar og sampjöppunar
í tónskáldskap. Sú þróun held-
ur áfram, og þegar kemur að
Richard Wagner, þá verður út-
koman sú, að allar hans óper-
ur á segulbandi er hægt að spila
á fjörutíu og fjórum klukku-
stundum!En nótnahandrit hans
eru líka ólíkt meiri völundarhús
en nótnahandrit Mozarts!