Úrval - 01.06.1956, Qupperneq 84
Hvergi er eirnnanaleikinn eins
sár og í stórborginni.
Rerbergiö mitt.
Grein úr „Vi“,
eftir Veru Nordin.
EG sit í herbergi mínu og les
í bók. Það er lítið og mjótt
herbergi með glugga á öðrum
minni veggnum og öll húsgögn-
in sem hér eru inni hafa gist
háaloftið — húsgögn, sem hætt
var að nota og höfðu verið
geymd uppi á háalofti þangað
til þau voru flutt niður í leigu-
herbergið.
Þið megið ekki halda að ég
sé að kvarta. Hér er óvistlegt
— en þetta er þó herbergið mitt.
Hingað get ég komið eftir erfiði
dagsins, þúðaráp og þrengsli í
strætísvögnum, og lokað að mér.
Grænbrúnt, upplitað veggfóðrið
angrar mig ekki þegar ég
sparka af mér skónum, losa um
hnappana og halla mér notalega
aftur á bak í marrandi, trosn-';
aðan körfustólinn. Hljóðlátt
fótatak húsmóðurinnar frammi
í íbúðinni ónáðar mig ekki. Jafn-
vel suðið í heitavatnspípunum
er friðsælt.
En nú er koldimmt kvöld og
eg er ekki lengur þreytt. Ég er
búin' að npna gluggann út að
húsagarðinum og heyri glamrið
1 sorptunnunni! þegar einhver
húsmóðirin tæmir sorpfötuna
sína. Loftið streymir inn, hlýtt
og mjúkt. Ég er búin að setja
vatn í litla teketilinn minn, tek
fram bókina sem ég fékk á
bókasafninu og ætla að reyna
að njóta kvöldsins í kyrrð og
næði.
En ég festi ekki hugann við
lesturinn og undarleg ókyrrð
smýgur inn í mig aftanfrá. Á
mig sækja hugsanir, sem mér
tekst alla jafnan að bægja frá
mér. Um einmanaleik minn,
einmanaleik mannanna.
En fyrst verð ég að segja
svolítið frá sjálfri mér. Ég er
ekki ung lengur og hef aldrei
verið lagleg. Ég er búin að vinna
mörg ár hér í borginni, en þeir
fáu vandamenn sem ég á búa
í öðrum landshluta. Það eru
fimm eða sex manns sem ég get
kallað vini mína, en hver um
sig á sína f jölskyldu, aðra vini,
áhugamál, og þegar þeir hafa
ekki tíma til að sinna mér, verð
ég að kömast af sjálf, leitast
við að gefa einsemd minni inni-
hald.
En það gengur illa! Alltof oft
geng ég um eins og bjöminn £
þröngu búri sínu, óþolinmóð, fæ