Úrval - 01.06.1956, Page 85

Úrval - 01.06.1956, Page 85
HERBERGIÐ MITT 83 lánaðan síma, hringi og hringi. Fletti upp í blöðunum — bíó, kannski ball? Og innanbrjósts ahtaf sama þráin: nálægð! Ná- lægð manns eða konu, einhver til að halda í höndina á, um- gangast, tala við. Bara ekki þessa f jóra veggi og gerviheim bókanna. Og ég flý herbergið og geng langar göngur, til þess eins að koma aftur með munn- inn lokaðann utan um ósögð trúnaðarorð. Hverskonar einmanaleiki er það sem umlykur mig og marga aðra, sem þola hann illa, en hafa ekki þrótt eða gáfu til að sigrast á honum? Þakklát og af frjálsum vilja komum við heim í herbergið okkar, lokum að okkur og látum þreytuna líða úr okkur. En þegar þreyt- an er horfin finnst okkur að við séum eins og fangar, án sam- bands við mannlega hlýju. Og nú sit ég hér og hrópa í þög- ulli örvæntingu: ó, faðmlög manns, vingjarnlegt handtak konu, hlýtt höfuð sofandi barns! En rödd skynseminnar talar til mín úr bjartasta horni her- bergisins: leystu sjálf vandamál þín, leitaðu samvista við fólk, taktu frumkvæðið; það eru til félög og skemmtanir og þú get- ur farið á námskeið eða helgað þig líknarstarfsemi. Allir þeir sem eru ólánsamari og meira hjálparþurfi en þú — hugsaðu um þá, hjálpaðu þeim og þá muntu gleyma smááhyggjum þínum. Ég svara að þetta sé rétt og hljómi vel, en ég finn ekki til áhuga eða hrifningar. Eldheitur baráttumaður stórfenglegra hugsjóna verð ég aldrei, blátt áfram af því að ég verð aldrei fylliiega sannfærð um stórfeng- leik þeirra, í félögum hef ég aldrei kunna,ð við mig og hversu mörg námskeið hef ég ekki sótt á undanförnum árum? En þeg- ar áhuginn á námsefninu er tak- markaður og maður sækir nám- skeiðið eimmgis til þess að leita sér félagsskapar, er ekki við miklu að búast. Og að hjálpa öðrum — víst hef ég gefið fé til ýmiskonar hjálparstarfsemi, en í beinu sambandi við bá sem ég hef viljað hjálpa hef ég aldrei verið. Það er nálægð og hlýja heim- ilis sem ég sakna. Ég veit það. Afi og amma áttu jörð og bjuggu þar, og þar ólst mamma upp. Oft dreymir mig um bæinn þeirra, óska þess að ég hefði lif- að þar, innan um börnin, vinnu- fólkið, ættingjana — allt þetta fólk, sem átti sæti sitt og neytti brauðs síns við langa borðið í eldhúsinu. Allir áttu sínu hlut- verki að gegna og lifðu í návist við stórviðburði lífsins, fæðingu og dauða. Amma gaf hænsnun- um og leit eftir börnunum. Ó- gift föðursystir var tekin á heimilið og var sem ein af f jöl- skyldunni. Þetta voru bönd sem margir brutust út úr, en jafn- framt öryggi og tilgangur. Það hvissar í katlinum —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.