Úrval - 01.06.1956, Page 89

Úrval - 01.06.1956, Page 89
LUCIENNE FRÆNKA 87 það ekki? Segið mér í hreinskilni, er svolítið líf í þeim?“ „Svona í meðallag'i," sagði ég. ,,Það er glimt í þeim.“ Hann strauk hökuna og brosti annars hugar. „Það hafa þau frá móður sinni. Ég hafði alltaf mikið dálæti á henni.“ „Hún er indæl," sagði ég. „Já, hjartahlý, göfuglynd og skiln- ingsgóð. Ég gat aldrei skilið hvers- vegna hún giftist bróður minum. Hann er gæddur öllum þeim dyggð- um sem prýða góðan borgara, en skemmtilegur var hann aldrei. Eruð þér ekki á sama máli?" spurði hann og brosti kankvíslega. „Hann er kannske dálitið þung- ur," sagði ég og dró við mig svarið. „Yður er óhætt að tala i hrein- skilni. Ég get alveg eins gagnrýnt bróður minn og hvern annan. Okkur kom aldrei vel saman." Hann strauk hökuna. „Þessvegna skil ég ekki hversvegna hann fór að senda yður til mín." Ég var nú ekki lengur í vafa um að mér mundi geðj^ist að Paul frænda; ég sagði þvi brosandi: „Blóð er þykkra en vatn. Þetta voru hans orð. Ég er dóttir hans." Mér var skemmt að sjá undrunar- svipinn á honum. En svo skellti hann upp úr. „Góða, góða!" sagði hann og tók mig í faðm sér og kyssti mig á báðar kinnar. „Af hverju sagðirðu mér það ekki strax?" „Ég var hrædd um að mér mundi finnast þú leiðinlegur." „Þetta er dásamlegt," sagði hann. ,,Ég er þá ekki leiðinlegur, ha? Þú verður að koma heim og hitta kon- una mína, Lucienne, og Pierre son minn." En svo beit hann á vörina. „Lucienne geðjast ekki að Ameriku- mönnum," sagði hann. „Henni finnst þeir allir vera" — hann þagnaði til að leita að orði, sem ekki væri of særandi — „túristar", bætti hann við og brosti. „Bíddu héma, ég ætia að skreppa heim og búa hana undir komu þina." Hann kom aftur eftir stundarf jóiðung og bað mig að koma með sér. „Ég vona að þú talir frönsku," sagði hann, „því að Luci- enne kann aðeins fáein orð i ensku." Mér geðjaðist að Lucienne straxL og ég sá hana. Hún var stór kona, Ijóshærð og gráeyg og grannvaxin þrátt fyrir stærðina. Hún tók fyrstu kveðju minni með fálátri kurteisi, en það vottaði fyrir brosi við munn- inn, þegar hún bar fyrir okkur vínið á undan matnum. „Eruð þér áreiðan- lega frænka Pauls?" spurði hún i hálfkæringi. „Áreiðanlega," sagði ég. „Annars væri ég ekki hér." „Nei, auðvitað ekki. En þetta er ótrúlegt. Búin að vera þrjá mánuði í Paris án þess að heimsækja frænda yðar. Hann sagði að þér hefðuð verið hrædd um að yður kynni að finnast hann leiðinlegur." Hún brosti. „Það er allur varinn góður. En mér þykir vænt um, að yður skuli ekki hafa þóttPaul leiðinlegur." Hún brosti hlýlega til hans. ,,Og Pierre er efstur i sínum bekk í menntaskólanum. Hann er aðeins þrettán ára, en . er þó ekki bam lengur. Ef nokkur er leiðinlegur hér í fjölskyldunnj, er það ég." „Elskan mín, ég hefði aldrei gifzt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.