Úrval - 01.06.1956, Page 101

Úrval - 01.06.1956, Page 101
LUCIENNE FRÆNKA 99 legu íbúS þeirra. Súsanna var, eins •og Lucienne hafði skrifað, stór kona og fáskiptin. Það var ekki fyrr en ég tók upp sjálfblekung handa syni hennar og brúðu handa dótturinni, að hún mýktist svolítið. Þegar Pierre stakk upp á að við þúuðumst, sagði hún alvarlega, en þó laus við alla feimni: ,,Það tekur tíma fyrir ókunn- uga að kynnast." En þrátt fyrir fálæti hennar sá ég að hún hafði gert sér mikið far um að hafa ofan af fyrir mér þá þrjá daga, sem ég dvaldi á heimili þeirra. Það voru gestir til hádegis- og kvöldverðar á hverjum degi. Þær stundir þegar við vorum þrjú ein, töluðum við aðallega um Luci- enne. Þau höfðu bæði áhyggjur af henni, hann af sonarlegri umhyggju, hún af skyldurækni. „Okkur er ekki •vel við, að hún skuli búa ein svona langt frá París," sagði Pierre. „Þeg- ar pabbi dó, var hann grafinn í Pére Lachaise. Það var virðuleg og mjög dýr útför og hennar var itarlega getið I blöðunum. Mér þótti mjög vænt um að geta gert honum þenn- an síðasta greiða. Eftir jarðarförina tókum við mömmu heim með okkur og létum hana fá herbergið sem þú ert í núna." „Hún var þar í viku, en þá sagðist hún vilja fara heim," greip Súsanna fram í. „Henni varð ekki umþokað. Hún kvaðst mundu una sér betur meðal vina sinna, en það eru gaml- ar konur, sem lifa á naumu náðar- brauði ættingja. Hún kaus það líf frekar en að vera hjá okkur." „Ef til vill hefur hún valið skyn- samlegri kostinn," sagði ég. „Það er ekki ailtaf auðvelt að búa hjá tengda- bömum." „Vissulega ekki," sagði Súsanna. „En hún er farin að eldast, komin yfir sjötugt. Við höfum áhyggjur út af henni. Hver hjálpar henni, ef hún veikist?" „Er hún orðin hrum?" spurði ég kvíðin. „Nei, alls ekki," sagði Pierre. „Bara gömul." „Og dálítið erfið," bætti Súsanna þurrlega við. „Eg veit að yður þykir mjög vænt um frænku yðar, en ef þér þekkið hana, þá vitið þér að hún er einþykk." Ég brosti með sjálfri mér; þetta var bergmál af orðum Lucienne um tengdadótturina. „Lét Paul henni eftir nægan lífeyri?" spurði ég. Pierre og Súsanna litu hvort á annað áður en Pierre svaraði. „Mamma heldur það," sagði hann. „Pabbi seldi allar fasteignir sinar, og ekki á sérlega hagstæðu verði. Þegar ég tók við fjárreiðunum eftir dauða hans, var næstum ekkert eftir. En mamma veit það ekki. Hún held- ur að ég hafi tekið að mér að ávaxta eigur hennar. Eg sendi henni mán- aðarlega peningaupphæð, sem hún segir að nægi sér. Það er ósköp lítið, en hún vill ekki taka við meiru, segir að peningarnir þurfi kannski að endast lengi." Þegar ég fór, kvaddi Pierre mig með kossi á báðar kinnar og Sús- anna með handabandi. Við vorum þá farnar að nefna hvor aðra með fornafni, en þéruðumst áfram. Fjórum stundum síðar steig ég út úr langferðabíl við aðaltorgið í smá-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.