Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 2
7
Efnisyfirlit
Bækur og menning
Efnisyfirlit
Á undanförnum misserum hafa orðið miklar umræður um bók-
lestur og bókmenningu hér á landi. Hafa þær meðal annars tengst
átaki vegna málræktar og síðan brýningu Sameinuðu þjóðanna á
ári læsis. Sú brýning er alþjóðleg og reyndar er það einnig svo að
um allan hinn vestræna heim hafa menn að undanförnu lýst
margháttuðum áhyggjum af framtíð bóklestrar og stöðu bókar-
innar.
Petta er hreint ekki undarlegt. Við lifum á hraðfara breytinga-
tíð og nýir miðlar hafa haslað sér völl í daglegu lífi okkar með
ótrúlegum hraða. Eins og jafnan hlýtur að verða, þegar snöggar
breytingar ganga yfir þjóðirnar, kvikna þá áhyggjur af því að illa
kunni að fara fyrir þeim þáttum sem taldir hafa verið mikilvægir í
hversdagsmenningu þeirra. Stundum hafa slíkar áhyggjur sem
betur fer ekki reynst á rökum reistar - en hins eru líka dæmin að
menningarlegar kollsteypur hafi velt mörgu dýrmætu úr sessi.
Á bókahátíð í Gautaborg í haust vakti forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, með eftirminnilegum hætti athygli á því hve snar
þáttur móðurmálið er í sjálfsmynd hverrar þjóðar. Og hún benti
einnig á hve nauðsynlegt það er fyrir hvem einstakling að eiga sér
auðugt og frjótt tungutak í samfélögum þar sem svo margt byggir
á orðum og skilningi þeirra sem hjá hinum norrænu þjóðum. Við
höfum fyrir löngu bundið tilveru okkar alla í orð og mál. Og sá
sem ekki hefur gott vald á tungu sinni, hann á að jafnaði erfitt
með að átta sig á stöðu sinni í samfélaginu, gera sér grein fyrir
réttindum sínum og skyldum, hvað þá að verja rétt sinn. Hann
stendur með öðrum orðum höllum fæti gagnvart hinum sem
aldrei vefst tunga um tönn.
Hversu öflug tæki sem ljósvakamiðlarnir eru til að fræða okkur
um hin óskyldustu málefni þá getur þó enginn þeirra gegnt hlut-
verki ritaðs máls fyrir þann einstakling sem er að öðlast mál-
þroska á móðurtungunni. „Af því læra börnin málið að það er
fyrir þeim haft,“ sagði gamla fólkið og auðvitað er það rétt að
fyrstu skrefin á þeirri braut fetar hvert barn af því að talað er við
það. En þegar grannt er skoðað sést að hversdagslega talmálið er
miklu fátækara að orðaforða en ritmálið og sá sem ekki getur
auðveldlega aukið sér skilning með lestri verður fljótt olnboga-
barn í samfélaginu. Þetta hafa þeir uppeldisfræðingar einmitt
skilið sem nú leggja mikla áherslu á nauðsyn þess að lesið sé fyrir
börn strax á fyrstu árum, jafnvel í vöggu. Þannig læra börnin að
bókin getur verið óviðjafnanlegur vinur í raun, læra að líta á bæk-
ur sem sjálfsagðan hlut og þar með er lagður grundvöllur að far-
sæld þeirra á síðari skeiðum ævinnar.
I hátíðlegum ræðum leggjum við Islendingar jafnan mikla
áherslu á að við viljum tryggja öllum jafnan rétt til mennta og
menningarlífs í öllum skilningi. Það var glæsileg yfirlýsing um
þann jafnréttisvilja sem íslenskir ráðamenn gáfu hinn 1. septem-
ber síðastliðinn, þegar virðisaukaskattur var felldur niður af bók-
um á íslensku. Bókaútgáfa í svo litlu samfélagi sem hinu íslenska
hlýtur ávallt að verða kostnaðarsamari en þar Sem hægt er að
gefa bækur út í risaupplögum og láta þau styðja aðra útgáfu. Það
hafði þess vegna lengi verið draumur margra að lifa þá tíð að
bókaútgáfa væri ekki skattlögð til samneyslunnar. Það er ánægju-
legt að sjá þess skýran stað í verði bóka á árinu 1990 að niðurfell-
ing skattsins skilar sér í umtalsverðri lækkun á bókaverðinu milli
ára, þrátt fyrir það að allar vísitölur hafi hækkað til muna og öll-
um sé Ijóst að kostnaður við útgáfuna hefur vaxið. Þarna hafa
stjórnvöld stigið menningarskref sem þjóðin getur verið stolt af.
Án bókmenningar yrði íslensk þjóðmenning óþekkjanleg.
Gleðileg jól!
F.h. Félags íslenskra bókaútgefenda,
Heimir Pálsson
íslenskar
skáldsögur
Þýddar skáldsögur
Ljóð
Barna- og
unglingabækur
Þýddar barna- og
unglingabækur
Ævisögur og
endurminningar
Þjóðlegur
fróðleikur
Handbækur
Matreiðslubækur
Fræðibækur
Ýmsar bækur
Skrá yfir höfunda
og bækur
—^ s
^7- 7 ^
'3-
18-22
23-28
30-34
38-32
38-40
42 - 43
44-48
47-52
54-55
Útgefandi: Félag ísl. bókaútgefenda.
Ábm.: Heimir Pálsson.
Upplag 100.000.
íslensk bókatíðindi 1990 eru unnin í Odda hf.
Sérútgáfa af Fréttabréfi Félags ísl. bókaútgefenda