Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 3

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 3
íslenskar skáldsögur * MEÐAN NÓTTIN LÍÐUR Fríða Á. Sigurðardóttir Aldrei hefur innsæi og stílgáfa Fríðu Á. Sigurðardóttur risið hærra en í þessari afburðasnjöllu sögu. Söguhetjan Nína situr næturlangt við rúm deyjandi móður. Nína er glæsileg og sjálfsörugg nútíma- kona. Að maður skyldi halda. En meðan nóttin líður vakna efa- semdir, fortíðin sýnir sig í svip- myndum og öðlast mál. Þetta er áleitinn og miskunnarlaus skáld- skapur um fólk nútímans - harm þess og eftirsjá, vit þess og vonir. 194 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2380 kr. Ólafur Gunnarsson ÖGUR SÖGUR ÚR SKUGGAHVERFINU Ólafur Gunnarsson Hér sýnir Ólafur nýja og óvænta hlið á list sinni. Og hann þekkir svo sannarlega Skuggahverfið í Reykjavík. Hér geisar rússneska vetrarstríðið á Frakkastíg. Við Vatnsstíg kúrir Stjáni grobb yfir skræðunum, en í garði barna- kennarans kúra lífsþreyttar pútur. Sögurnar eru fullar af ærslum og angurværð, en undir niðri lúrir háskinn, því skuggar mannsins - óttinn, hégóminn og þráhyggjan - leynast líka í Skuggahverfinu. 110 blaðsíður. Forlagið Verð: 1980 kr. RÚNAR HELGIVIGNISSON NAUTNASTULDUR Rúnar Helgi Vignisson Egill Grímsson, dreifbýlisdrengur, skólaður í Reykjavík, tvístígandi í Kaupmannahöfn, á framabraut í Bandaríkjunum. Glanni og rola í senn. l’ bölvuðu basli með þann veruleika sem nútíminn leggur karlmönnum á herðar. Og ekki er ástin honum beinlínis auðveld - hvað þá girndin! Þessi snjalla skáldsaga Rúnars Helga er í senn táknræn og sértæk, nautnaleg og hrollvekjandi, ærslafull og sorgleg. Sannkallaður nautnafundur. 228 blaðsíður. Forlagið Verð: 2380 kr. í EINU HÖGGI Ómar Ragnarsson Hinn kunni fréttamaður og lífs- kúnstner, Ómar Ragnarsson, mun koma mörgum á óvænt með fyrstu skáldsögu sinni. Sögusviðið er að mestu Reykjavík þar sem leikurinn berst víða og margar kyndugar persónur koma við sögu. En sag- an er mögnuð spennusaga - saga manns sem beðið hefur skipbrot í lífinu og ætlar sér að fá uppreisn og skrá nafn sitt í söguna með eft- irminnilegum hætti. Fróði hf. Verð: 2280 kr. BÖNDIN BRESTA - SAGAN AF HELGA FRÆNDA Arnmundur Backman Höfundur bókarinnar vakti mikla athygli með skáldsögu sinni, Her- mann, sem út kom í fyrra. [ bókinni Böndin bresta - sagan af Helga frænda, horfir ungur maður til for- tíðar sinnar og fjölskyldu, rifjar upp skemmtileg ár sín á Gassastöð- um, sveitabæ við ysta haf og skynjar hvernig ættarmótið forðum daga þar sem hann missti svein- dóm sinn, dansað var á hólnum og voveiflegur atburður gerðist hefur veriö lokastef fjölskyldusinfóníunn- ar. Fróði hf. Verð: 2280 kr. Baldur Gunnarsson VÖLUNDAR Húsið VÖLUNDARHÚSIÐ Baidur Gunnarsson Fyrsta skáldsaga höfundarins. Sögusviðið er Reykjavík og grennd árið 1964. Þó bregður fyrir svipmyndum frá eldri tíma. Sögu- hetjurnar eru margir ólíkir Reykvík- ingar sem leitast við að finna sjálfa sig hver með sínum hætti og um söguefnið er það að segja að það sem gerist í sögunni á sér fyrir- mynd í raunveruleikanum enda segir höfundur að vart sé hægt að grípa svo niður í borginni að ekki sé að finna stórfenglegt söguefni. 174 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 2180 kr. IMKEMimi GUBMUNDUR HAUOÓRSÍON tRÁ B&GSSrðDUM í AFSKEKKTINNI Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum Þessi nýja skáldsaga Guðmundar Halldórssonar frá Bergsstöðum gerist á heiðarbýli í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar. Aðalpers- ónur sögunnar eru hjón sem strita hörðum höndum fyrir lífsbjörg sinni og barna sinna og hrekkur þó ekki til. Hreppsnefndin gerir ítrekaðar tilraunir til að koma þeim burt úr sveitinni áður en þau hafa öðlast sveitfesti, en forráðamenn ná- grannahrepþsins bregðast hart við. Hart er tekist á og spennan vex. 208 blaðsíður. Hildur Verð: 2250 kr. BÆNDABÝTI Böðvar Guðmundsson Þetta er sagan af Þórði Hlíðar, sem lagður var í jötu nýfæddur og fóstraður af bændafólki. Er hann útburður eða nýr Messías? Er honum ætlað stærra hlutverk en öðrum mönnum? Hann gerist spá- maður hins nýja tíma í íslenskum landbúnaði, og dollararnir streyma . . . Fyrsta skáldsaga Böðvars Guðmundssonar ber sömu ein- kenni og Ijóð hans og leikrit og þar fléttast saman háð og skop, ádeila og raunsæi og mynda heildstæð- an og átakamikinn söguþráð. 236 blaðsíður. Iðunn Verð: 2680 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.