Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 13

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 13
Pýddar skáldsögur SÍÐUSTU FRÉTTIR Arthur Hailey Síðustu fréttir segja frá hinni þrungnu spennu, sem liggur í lofti á fréttastofu CBA sjónvarpsstöðv- arinnar. Tveir reyndustu frétta- mennirnir, sem báðir voru í Viet- nam ungir menn, eru þar í sviðs- Ijósinu. Skelfilegur atburður í lífi fjölskyldu annars þeirra faerir sögusviðið vítt um heim þar sem skæruliðaforingi frá Kolumbíu set- ur á miskunnarlausan hátt svip á atburðarásina. Ósvikin spennubók eftir höfund fjölda metsölubóka. Bókaforlag Odds Björnssonar Verð: 2400 kr. DREGGJAR DAGSINS Kezuo Ishlguro Þýð.: Sigurður A. Magnússon Stevens er bryti á ensku yfirstétt- arsetri. Hinar fastmótuðu sam- skiptareglur þjóns og herra hafa verið kjölfesta lífs hans. Nú hefur bandarískur auðmaður keypt setr- ið og setur líf Stevens úr skorðum. Dreggjar dagsins er framúrskar- andi skáldsaga sem hefur hvar- vetna vakið gífurlega athygli. Bók- in hlaut eftirsóttustu bókmennta- verðlaun Breta 1989 og hefur setið á metsölulistum víða um heim. 196 blaðsíður. Bókaútgáfan Bjartur. Verð: 2280 kr. Kilja: 1180 kr. á á á á á á á á á á á á á á á á á á á Hér er hún komin & — fræðibókin um íslenskar fjörur á Fjaran er sérstakur og áhugaverður heimur sem er kjörinn til útivistar og náttúruskoðunar. Bókin opnar okkur sýn inn í þann undraheim. í henni eru yfir 80 litmyndir. Dr. Agnar Ingólfsson er prófessor í vistfræði við Háskóla íslands og hefur um áratuga skeið fengist við rannsóknir á lífríki fjörunnar um land allt. Þessi bók er nauðsynleg öllum þeim sem unna íslenskri náttúru og vilja vernda hana. Verð: 4.700.- Ævintýrið um Helenu Keller l>að var Ivrcjt nBókaútgáfan ___Bjallan Hver man ekki eftir hinni stórbrotnu sögu um bernsku blindu og heyrnar- lausu stúlkunnar Helenu Keller? Hún barðist hetjulega við að ná sambandi við umheiminn þrátt fyrir mikla fötlun. Bókin er skemmti- lega skrifuð, frá- sögnin er létt og kímin þrátt fyrir erfítt líf Helenu. Hún er þroskandi og á erindi til allra barna og uppalenda. Bryndís Víglunds- dóttir skólastjóri Þroskaþ j álfaskólans þýddi og endursagði. áááááááááááá á á á á á á A á A á á á á á á

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.