Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 16
Linda Vilhjélmsdóttir
BLÁÞRÁÐUR
BLÁÞRÁÐUR
Llnda Vilhjálmsdóttir
Fyrsta Ijóðabók Lindu sem vakið
hefur verðskuldaða athygli fyrir
Ijóð í blöðum og tímaritum. Óvenju-
legar samlíkingar, sterkir litir og
undirfurðulegur húmor einkenna
kvæðin í þessari bók. Eilíf yrkisefni
á borð við ástina og náttúruna fá á
sig nýjan blæ og af hversdagsleg-
um hlutum kvikna falleg Ijóð.
43 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1680 kr.
Kilja: 1380 kr.
SKUGGAR VINDSINS
Stefán Sigurkarlsson
Ljóð Stefáns einkennast af þýð-
leika og þokka og dálítið fjar-
stæðukenndri gamansemi á köfl-
um. Víða beitir hann hnífsbragði
rómantískrar íróníu með góðum
árangri, en annars staðar sýnir
hann á sér alvarlegri hliðar. Sam-
merkt eiga svo Ijóð hans öll þá
myndvísi og fágun sem er aðal
góðs skáldskapar.
44 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1680 kr.
Kilja: 1380 kr.
Guðlaugur Arason
Blint í sjóinn
BLINT í SJÓINN
Guðlaugur Arason
Þetta er fyrsta Ijóðabók Guðlaugs,
en hann er löngu landskunnur fyrir
skáldsögur sínar. í Ijóðunum er
víða að finna hversdagsmyndir af
sjómannslífinu, en einnig yrkir
Guðlaugur um söknuðinn, erfiði og
mannraunir, og ástina. Ljóðin ein-
kennast af nærfærnum og mildum
tóni, þótt kímni sé sjaldan langt
undan.
73 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1680 kr.
Kilja: 1380 kr.
BAK VIÐ HAFIÐ
Jónas Guðlaugsson
Þessi bók hefur að geyma 40 Ijóð
Jónasar Guðlaugssonar sem
kvaddi sér hljóðs á öndverðri öld-
inni sem afar efnilegt skáld. Ljóðin
í þessari bók orti hann um tvítugt,
þau eru ofin af undraverðum
næmleik úr heitum tilfinningum,
stórum draumum og óbeisluðum
löngunum ungs listamanns. Hrafn
Jökulsson sá um útgáfuna og ritar
inngang um ævi og skáldskap
Jónasar.
94 blaðsíður.
Mál og menning/Flugur.
Verð: 1980 kr.
IOD l D n
JRADDIRU
M0RGUÍ16IH5
i
GUfflARDAL
RADDIR MORGUNSINS
Gunnar Dal
Ljóðasafn - úrval Ijóða Gunnars
Dals, skálds og heimspekings.
„Lifandi skáldskapur, tær og skýr
og hefur yfir sér heiðríkju heil-
brigðrar lífssýnar.“
192 blaðsíður.
Æskan.
Verð: 2360 kr.
BJÖRG ÖRVAR
I sveit sem
ereinsog
aðeins fyrir
sig
LJÓÐAKVER
í SVEIT SEM ER EINSOG
AÐEINS FYRIR SIG
Björg Örvar
Björg Örvar hefur undanfarin ár
helgað sig myndlistinni og haldið
fjölmargar sýningar. Nú sendir hún
frá sér sína fyrstu Ijóðabók. Hér er
á ferðinni kraftmikil og frumleg
Ijóðabók eftir þroskaða listakonu
sem ber með sér ferska strauma
inn I íslenska Ijóðagerð.
64 blaðsíður.
Bókaútgáfan Bjartur.
Kilja: 1620 kr.
Ljóð og
laust mál
LJÓÐ OG LAUST MÁL
Hulda
Úrval af kvæðum og sögum Unnar
Benediktsdóttur Bjarklind, sem
fræg varð undir skáldanafninu
Hulda. Hún var mikilvirkasti kven-
rithöfundur okkar á fyrri hluta
þessarar aldar og frumlegt og list-
rænt skáld. Guðrún Bjartmarsdótt-
ir valdi efnið, en bókin er níunda
bindi I flokknum íslensk rit, gefin út
I samvinnu við Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Islands. ítarlegar
heimildaskrár um ritverk Huldu.
330 blaðsíður.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Verð: 2750 kr.
LJÓÐ NÁMU VÖLD
Sigurður Pálsson
Sigurður er ótvírætt í fremstu röð
Ijóðskálda og hver ný Ijóðabók frá
hans hendi er bókmenntaviðburð-
ur. Þetta er þriðja bókin í flokki
Ijóðnámubókanna og þar með lok-
ar hann Ijóðnámuhringnum. Lífs-
kraftur, innsæi og óvæntar samlík-
ingar einkenna Ijóð Sigurðar. Hér
er margt í senn: ísmeygileiki, ofsa-
fenginn galsi og sár alvara. í end-
urnýjun íslensks Ijóðmáls standa
fáir Sigurði Pálssyni á sporði.
72 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 1680 kr.