Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 19
Bama- og unglingabækur
TQ
SOLLA BOLLA OG TÁMlNA
- Jólaskemmtunin
Elfa Gísla og Gunnar Karlsson
Allir kátir krakkar þekkja vinkon-
urnar óaöskiljanlegu, Sollu bollu
og Támínu, og uppátækin þeirra.
Það eru að koma jól og Solla bolla
á að fá að leika jólasvein á jóla-
skemmtuninni. En það líst Táminu
ekki vel á - ekki nema hún fái að
vera jólasveinn líka! Hvað á nú að
taka til bragðs? Hvernig getur tá
verið jólasveinn? Þetta er fjörug og
skemmtileg frásögn sem hrífur
hug og hjörtu allra barna.
32 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 878 kr.
NÚ HEITIR HANN BARA PÉTUR
Guðrún Helgadóttir
Þetta er undur Ijúf og falleg bók
fyrir yngstu börnin eftir Guðrúnu
Helgadóttur sem hér segir söguna
af honum Pésa. Hann lenti í svo-
litlum vandræðum þegar hann
einu sinni sem oftar fór að gefa
öndunum á tjörninni. Þær litu ekki
við brauðinu hans. En hvað gerir
Pési þá? Litla leyndarmálið hans
Pésa verður að ævintýri sem börn-
in vilja heyra aftur og aftur. Bókin
er ríkulega myndskreytt af Herði
Helgasyni.
Iðunn.
Verð: 980 kr.
AFI GAMLI JÓLASVEINN
Brian Pilkington
Hann Haraldur er í nokkuð óvenju-
legu starfi. Hann er nefnilega jóla-
sveinn! Og það er sannarlega
skemmtilegt starf. En það hefur
einn galla: Þegar jólin eru um garð
gengin hefur enginn þörf fyrir jóla-
svein - ekki fyrr en eftir næstum
heilt ár. Og hvað gera jólasvein-
arnir þá þegar jólin eru búin? Hvar
getur gamall og síðskeggjaður karl
fengið vinnu? Þetta er fjörleg og
fyndin saga með fjölda bráð-
skemmtilegra mynda eftir höfund-
inn.
32 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 878 kr.
UNDAN ILLGRESINU
Guðrún Helgadóttir
Enginn gat vitað yfir hvaða leynd-
ardómum gamla gráa húsið bak
við stóru gömlu trjákrónurnar bjó.
Marta Maria hefur ekki átt heima
þar lengi þegar forvitni hennar er
vakin og undarlegir hlutir valda
henni heilabrotum. Hér er komin
ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur
sem beðið hefur verið með eftir-
væntingu og ná mun til enn fleiri
lesenda en fyrri bækur hennar. Af
nærfærni, kímni og hlýju segir
Guðrún hér hörkuspennandi og
dulúðuga sögu á þann hátt sem
henni einni er lagið.
Iðunn.
Verð: 1480 kr.
VÍSNABÓK IÐUNNAR
Engin bók er betri gjöf handa ungu
barni en Vísnabók Iðunnar og eng-
in bók er betur fallin til að lesa fyrir
börnin, því að hér er að finna allar
þekktustu barnavísurnar og söngv-
ana, bæði gamlar barnagælur,
þulur og kvæði sem geymst hafa
með þjóðinni um ár og aldir ásamt
fjölda gullfallegra nýrri visna og
Ijóða, sem sungin eru við börn og
með börnum. Þetta er bók fyrir for-
eldra og börn að njóta saman,
skoða, lesa, raula og syngja. Mikill
fjöldi teikninga prýðir bókina.
80 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 1280 kr.
PLATAFMÆLIÐ
lllugi Jökulsson
Það er enginn hægðarleikur fyrir
tvo fjöruga krakka að læðast um á
tánum meðan mamma er að
leggja sig. Allra síst þegar mamma
þarf að leggja sig á hverjum degi.
Tómas og Alexandría eru systkini
og saman bralla þau ýmislegt þeg-
ar enginn sér. Einn góðan veður-
dag fá þau skrýtna hugmynd - og
þá er ekki setið við orðin tóm held-
ur hafist handa . . . Sagan er
prýdd bráðskemmtilegum mynd-
um eftir Gunnar Karlsson.
46 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 988 kr.
RAGGI LITLI I
JÓLASVEINALANDINU
Haraldur S. Magnússon
Sagan af Ragga litla og jóla-
sveinafjölskyldunni er fjörug saga
sem lýsir heimilislífinu i hellinum
hjá Grýlu, Leppalúða og sonum
þeirra, jólasveinunum. Hvað er
það sem Grýla er að sjóða í stóra
pottinum sinum. Og hvað er í pok-
unum sem hanga niður úr hellis-
loftinu? Óþekk börn? Nei, það eru
þrettán skrýtnir karlar með eldrauð
nef . . . í þessari spaugilegu jóla-
sögu eru margar bráðskemmtileg-
ar teikningar eftir Brian Pilkington.
32 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 878 kr.
BÓKASAFN BARNANNA
BANGSI
í LÍFSHÁSKA
Árni Árnason
Anna Cynthia Leplar
BANGSI í LÍFSHÁSKA
DREGIÐ AÐ LANDI
Árni Árnason
LANGAMMA
Þórður Helgason
UNGINN SEM NEITAÐI AÐ
FLJÚGA
Birgir Svan Símonarson
- Bókasafn barnanna er nýr flokk-
ur léttlestrarbóka. Allt ríkulega
myndskreyttar, skemmtilegar sög-
ur prentaðar með stóru letri og
góðu línubili fyrir börn sem eru að
byrja aö lesa. Anna Cynthia Lepl-
ar, Margrét Laxness og Halldór
Baldursson myndskreyttu.
24 blaðsíður hver bók.
Mál og menning.
Verð: 350 kr. hver bók.