Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 24
Pýddar barna- og unglingabækur
j"3
Leynifélagið
SJð SAMAN
á spennandi slóðum
LEYNIFÉLAGIÐ SJÖ SAMAN Á
SPENNANDI SLÓÐUM
Enid Blyton
Þetta er nýr og spennandi bóka-
flokkur eftir hina sívinsælu Enid
Blyton, þar sem segir frá sjö kát-
um félögum sem hafa stofnað
Leynifélagið sjö saman og lenda í
ótrúlegum ævintýrum. Einn daginn
ákveða keppinautar þeirra, hin
Fimm fræknu, að leika ærlega á
þau - en margt fer öðruvísi en ætl-
að er, því að fyrr en varir eru fé-
lagarnir sjö komnir á slóð hættu-
legra náunga, sem hafa skugga-
leg áform á prjónunum.
94 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 1148 kr.
VINIRÁ
VEGAMÓTUM
Jan de Zanger
VINIR Á VEGAMÓTUM
Jan de Zanger
Tveir vinir fara saman í sumarfrí
en skyndilega taka málin óvænta
stefnu. Vinirnir skilja að skiptum
og halda hvor í sína áttina. Seinni
hluti sögunnar segir frá eftirmálum
uppgjörsins og leit að öðrum
stráknum sem ekki skilar sér heim.
Þetta er í senn spennandi átaka-
saga og hugljúf ástarsaga. Jan de
Zanger er hollenskur unglinga-
bókahöfundur sem hlotið hefur
ýmis verðlaun fyrir bækur sínar.
Hilmar Hilmarsson þýddi.
155 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1190 kr.
ANNA ( GRÆNUHLÍÐ 3
L. M. Montgomery
Sjálfstætt framhald tveggja fyrri
bókanna um lífsglöðu stúlkuna,
Önnu, sem alltaf sér jákvæðu hlið-
arnar á tilverunni. Hún stundar
nám við háskóla en dvelur í
Grænuhlíð á sumrum og fæst við
að skrifa sögur. Nú kynnist hún
draumaprinsinum langþráða og
stendur andspænis þeim vanda
að átta sig á hvort hann muni vera
sá rétti. Axel Guðmundsson þýddi.
178 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1190 kr.
Kilja: 890 kr.
VÍKINGA-
HÖNDUM
í VÍKINGAHÖNDUM
Torill Thorstad Hauger
Patrekur og Sunnefa eru tekin
höndum á frlandi og flutt nauðug til
Noregs. Þar bíður þessara kristnu
systkina þrældómur og ill vist í
landi heiðinna víkinga. Þau gefast
samt ekki upp og eru ákveðin í að
finna undankomuleið. Spennandi
og vönduð saga eftir norskan
verðlaunahöfund sem hefur skrif-
að margar bækur um víkingatím-
ann. Sólveig Brynja Grétarsdóttir
þýddi.
201 blaðsíða.
Mál og menning.
Verð: 1190 kr.
Vmii Keene
PERCIVAL KEENE
Kapteinn Marryat
Þessi sígilda spennandi stráka-
saga segir frá hrekkjalómnum
Percival sem lætur ekki kúga sig,
heldur rís gegn hvers kyns órétt-
læti og beitir þá oft beiskum
meðölum. Hann fer ungur til sjós
þar sem hann lendir í ótrúlegum
ævintýrum og svaðilförum en vex
við hverja raun.
300 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1190 kr.
LÍKAMINN
OG STARFSEMI
HANS
HEIMUR
BARNSINS
fyrsta orða- og
myndabókin
%0
UL
#
Litla barnið og
KVÖLD VERKIN
LYNN BREEZE ANN MORRIS
LÍKAMINN OG STARFSEMI
HANS
Steve Parker
Bók í flokknum GLUGGI AL-
HEIMSINS sem fjallar um starf-
semi mannslíkamans í máli og
myndum. Byggingu líkamans er
lýst í stóru og smáu, allt frá beina-
grind til einstakra fruma og starf-
semi hans frá getnaði til elliára.
Allt verður þetta auðskilið í skýrum
teikningum og skemmtilegum og
greinargóðum texta. Björg Þor-
leifsdóttir þýddi.
64 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1480 kr.
HEIMUR BARNSINS
Matthewson Bull
Óvenju glæsileg bendibók með
fallegum Ijósmyndum af nytsöm-
um hlutum úr heimi litla barnsins.
Bókin er með þykkum blaðsíðum
sem þola harkalega meðferð,
enda ætluð fyrir minnstu börnin til
að skoða sjálf eða með fullorðnum
sem geta þá um leið kennt þeim
að þekkja hluti og hugtök úr dag-
lega lífinu, dót, fatnað, matvæli,
hreyfingar, liti og tölurnar upp í tíu,
svo eitthvað sé nefnt.
40 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 980 kr.
LITLA BARNIÐ OG LEIKIRNIR
LITLA BARNIÐ OG
KVÖLDVERKIN
LITLA BARNIÐ OG
MORGUNVERKIN
Lynn Breeze / Ann Morris
Harðspjaldabækur með skemmti-
legum, rímuðum texta um daglegt
amstur litla barnsins með mömmu
og pabba. Myndirnar eru litríkar og
einfaldar og vekja gleði smáfólks.
Árni Sigurjónsson þýddi.
10 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 450 kr. hver bók