Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 25
Pýddar barna- og unglingabækur -03
NlSKI HANINN
Emil Ludvik og Zdenék Miler
Gullfalleg tékknesk myndabók eftir
sömu höfunda og LATA STELP-
AN sem allir muna eftir. Litríkar
myndir og smellin saga um han-
ann og hænuna sem skiptu öllum
krásum jafnt á milli sín. En dag
einn geröist haninn nískur og eig-
ingjarn og það kemur honum í koll.
Allt fer þó vel að lokum því hænan
góða bregst honum ekki hvað sem
á gengur. Hallfreður Örn Eiríksson
þýddi.
32 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 880 kr.
PÉTUR OG ÚLFURINN
Sergei Prokofief
Sígild barnasaga þar sem höfund-
ur færir í orð tónverk sitt um Pétur
sem gengur út á engið og horfir á
fuglana og dýrin sem ógna hvert
öðru. Hættulegastur er úlfurinn
sem getur étið þau öll og Pétur
með. Með kænsku tekst Pétri að
lokka úlfinn í snöru og færa hann í
dýragarðinn með aðstoð veiði-
mannanna, svo loks eru dýrin
óhult. Alda Ægis þýddi.
60 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 780 kr.
ALADDÍN OG TÖFRALAMPINN
Alison Claire Darke
Endursögn á einu þekktasta ævin-
týrinu úr Þúsund og einni nótt við
glæsilega myndskreytingu bresks
listamanns. Aladdín er fátækur
drengur sem tekst að losna undan
valdi illviljaðs töframanns. Með að-
stoð töfralampans sem hann finn-
ur í undirheimum kemst hann til
æðstu metorða í Persíu en galdra-
maðurinn er grænn af öfund og
hyggur á hefndir. Silja Aðalsteins-
dóttir gerði íslensku endursögnina.
36 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 780 kr.
1, 2, 3 . . . LÆRUM AÐ TELJA
Roger Paré
Pakki sem inniheldur bók og
myndapör sem hafa það takmark
að kenna börnum að meðhöndla
tölurnar frá einum og upp í tíu. í
bókinni er léttur, rímaður texti með
fallegri, markvissri myndskreytingu
sem gefur tilefni til að telja ýmsa
hluti. Myndapörin má nota á marg-
víslegan hátt og fylgja þeim skýrar
leiðbeiningar um talnaleiki. Árni
Sigurjónsson og Hildur Hermóðs-
dóttir þýddu.
Mál og menning.
Verð: 980 kr.
á
ES.TRARHESTAR
D
m
Börnin í Ólátagaröi
DIMMA, DIMMA HÖLLIN
Ruth Brown
Falleg, óvenjuleg myndabók sem
sýnir lesendum inn í draugalega
höll. En sem betur fer er allt í plati,
dimma, dularfulla höllin er ekkert
hættuleg, og allir geta andað léttar
í lokin. Bókin hæfir börnum á leik-
skólaaldri. Hildur Hermóðsdóttir
þýddi.
26 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 780 kr.
HÖLDUM VEISLU, EINAR
ÁSKELL!
VAR ÞAÐ VOFA, EINAR
ÁSKELL?
Gunilla Bergström
Nýjar og skemmtilegar bækur um
vinsæla grallaraspóann, Einar
Áskel, sem börn á leikskólaaldri fá
aldrei nóg af. Höldum veislu, Einar
Áskell! segir Fía frænka. Hún
hjálpar Einari að halda upp á af-
mælið hans og allir skemmta sér
konunglega. I bókinni Var það
vofa, Einar Áskell? yfirvinnur Einar
Áskell óttann við drauga. Sigrún
Árnadóttir þýddi.
28 blaðsíður hvor bók.
Mál og menning.
Verð 740 kr. hvor bók.
LITLIR LESTRARHESTAR
Flokkur af ríkulega myndskreyttum
úrvalssögum sem eru prentaðar
með stóru letri og góðu línubili og
því tilvalið lesefni fyrir börn sem
farin eru að lesa sjálf. Bækurnar
eru allar sþennandi og gaman-
samar, í ár koma út:
Hókus pókus Einar Áskell eftir
Gunillu Bergström, 59 bls.
Börnin í Olátagarði eftir Astrid
Lindgren, 131 bls.
Stubba litla fer til sjós eftir Jon
Hoyer, 106 bls.
Fleiri sögur af Frans eftir Christine
Nöstlinger, 56 bls.
Mál og menning.
Verð: 780 kr. hver bók
KARÓLlNA OG LITLU JÓLIN /
KARÓLÍNA OG RIGNINGIN
Laura Voipio og Virpi Pekkala
Nýjar bækur um Karólínu, glettnu
söguhetjuna sem í hverri bók lend-
ir í spennandi ævintýrum með vin-
um sínum og lærir stöðugt eitthvað
nýtt og gagnlegt. Vinsælar og góð-
ar bækur fyrir 2-6 ára börn. Hildur
Herrhóðsdóttir þýddi.
24 blaðsíður hvor bók.
Mál og menning.
Verð: 650 kr.
Kilja: 450 kr.