Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 28

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 28
28 Pýddar barna- og unglingabækur Depillgistir einanótt (FALLI OG TOeei) Æ! HVAÐA VANDRÆÐI! 8166! og yieen OFSJÓNIR AFA GAMLA HJÁ AFA OG ÖMMU ÞRÍR LITLIR GRÍSIR DRAUMALANDIÐ Þessar þrjár bækur eru allar nýjar í flokknum Skemmtilegu smábarna- bækurnar. Sigurður Gunnarsson og Stefán Júlíusson hafa þýtt þær úr ensku. Myndir í 4 litum á hverri blaðsíðu. Nokkrar bækur í flokki þessum hafa komið út í meira en 40 ár. í haust kom t.d. Stubbur (4) út í 8. útgáfu. Skemmtilegu smá- barnabækurnar eru nr. 1-25 og fást a.m.k. 20 í bókaverslunum. 24 blaðsíður. Bókaútgáfan Björk. Kilja: 130 hver bók. príns Valiant Xeiýin xil'Pokmm FJOLVA c^Jsút GAFA PRINS VALÍANT Harold R. Foster Hin heimsfræga teiknisagnaröð um Prins Valíant heldur stöðugt áfram. Hún er listilega teiknuð og svo æsispennandi að hún hrífur huga lesandans. Hún gerist á dög- um Arthúrs konungs og er riddara- saga. Nú koma út þrjár nýjar bæk- ur: Nr. 8 Prinsinn af Thúle, Nr. 9 Leiðin til Þokueyja, Nr. 10 Sigur Al- etu. í þessum bindum er sagt frá yndislegustu atriðunum, ástum Prins Valíants við Aletu drottningu. 48 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Kilja: 680 kr. DEPILL GISTIR EINA NÓTT Eric Hill Ný barnabók um Depil, sem nú fær að gista eina nótt hjá Stebba vini sínum. Eins og fyrri bækurnar um Depil er þessi bók tilvalin fyrir börn sem byrjuð eru að lesa og ekki síður fyrir foreldra til að lesa fyrir börnin. Bókaforlag Odds Björnssonar. Verð: 700 kr. ÆVINTÝRAVINURINN GÓÐI H.C. Andersen Fjölvi byrjar útgáfu nýrrar ritraðar. Það eru forkunnarfagrar mynd- skreyttar útgáfur á ævintýrum listaskáldsins H.C. Andersens. Sögur hins danska ævintýraskálds eru alltaf jafn fagrar og vekjandi. Nú í fyrstu umferð koma út fjórar: Næturgalinn, Ljóti andarunginn, Litli Kláus og Stóri Kláus og Það er alveg áreiðanlegt. Smámsaman mynda þessar bækur Ævintýra- klúbb unga fólksins. 32 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 780 kr. Æ, HVAÐA VANDRÆÐI, PALLI OG TOGGI HERGÉ Allir þekkja nú orðið Palla og Togga - prakkarana prúðu. Bráð- skemmtilegar teiknisögur eftir Her- gé - höfund Tinnabókanna. Eins og venjulega eru Palla- og Togga- bækurnar með marga stutta brandara, tekur hver skrítla eina opnu. Nýjasta bókin heitir Æ, hvaða vandræði. Hér er auðvitað allt morandi í bröndurum eins og hinar óborganlegu frásagnir úr Draumaveröld Togga og Lögga Nr. 15 hjálpar til. 50 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 780 kr. SIGGI OG VIGGA Willy Vandersteen Nýjar teiknisögur af kátu krökkun- um Siggu og Viggu, sem koma víða við. Þau ferðast bæði í tíma og rúmi og hvort sem er til Ind- lands eða Regnbogalandsins. Þau glíma líka við álfa og ófreskjur, löggur og geimverur. Og ekki versnar það þegar kapparnir Lambi og Vambi koma til sögunn- ar: Sex nýjar eru á boðstólum: 1) Ofsjónir afa gamla, 2) Stálháfurinn stælti, 3) Regnbogaland, 4) Gull- æðið geggjaða, 5) Kynjakristallinn, 6) Hindúahofið. 60 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Kilja: 480 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.