Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 29

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 29
BÓK FYRIR ÍSLENDIIMGA Islenskt landslag er meginstef þessarar bókar og aldrei hefur pví verið lýst á prenti eins og gerterhér. Höfundi, Guðmundi P. Ólafssyni líffræðingi, tekst sem fyrr að tvinna saman fræðilega nákvæmni og listræna framsetningu í máli og myndum. PERLUR í NÁTTÚRU ÍSLANDS er í sama broti og unnin af sama metnaði og bók höfundarFuglar í náttúru fslands sem kom út Iyrir3 árum. Sú bókvakti mikla athygli fyrirsakir glæsileiks, listfengi og vandaðrar fræði- mennsku. PERLUR f NÁTTÚRU ÍSLANDS er bók ætluð þeim íslendingum sem vijja öðlast dýpri tilfinningu fyrir landi sínu. Hún lýsir m.a. 70 perlum íslenskrar náttúru, stöðum sem svo sannarlega eru fslendingum meira en áfangi á hringvegi. Þessi bók mun verða íslensku ferðafólki ómissandi við upphaf hverrar ferðar og óprjótandi upprifjun pegar heim er komið. • 400 blaðsíður í fullum litum. • Skýringarmyndir við jarðfræðilega pætti peirrastaða semfjallaðerum. • Svipmyndirsem sýna staðháttu og örnefni. • Einstæðar jjosmyndir af fegurð og stórkostleik íslenskrar náttúru. • Kortaf öllum stöðum sem um er fjallað. • Inngangskaflar umjarðsögu og landmótun. • Jarðfræði, pjóðfræði, saga og bókmenntir. • Listræn efnistök. PERLUR í NÁTTÚRU ÍSLANDS er reisubók um fegurð landsins og hvatning til að umgangast pað með virðingu.

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.