Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 32
32 Ævisögur og endurminningar
HERNÁMIÐ hin hliðin
Louis E. Marshall, Áslaug
Ragnars bjó til prentunar
Höfundur var yfirmaður í Banda-
ríkjaher á Islandi og segir frá hinni
hliðinni á hernáminu og þjóðinni
sem hér bjó. Glöggt er gestsaug-
að. Hvaðan komu ís, popp og tóm-
atsósa? Hvað vita íslendingar um
svartamarkaðsbraskið? Skotfæra-
geymsluna sem næstum lagði
Reykjavík í rúst? Minkapelsana
sem brunnu á Hótel íslandi? Sagt
er frá brostnum vonum og
„ástandsbörnurrT en höfundur á
einmitt eitt af þeim.
198 blaðsíður.
ísafold.
Verð: 1990 kr.
KONUHJARTA
Maya Angelou
Þetta er fjórða bindi hinnar hug-
næmu sjálfsævisögu Mayu Angel-
ou. Tilvera hennar hefur tíðast ver-
ið grimm og hún þurfti að beita öll-
um sínum ráðum til að verða ekki
undir í baráttunni fyrir lífi sínu og
sonar síns. Hún er óskólagengin
og eignast son sinn seytján ára
gömul. En hún yfirstígur alla erfið-
leika og menntar sig sjálf í skóla
lífsins.
271 blaðsíða.
Skjaldborg hf.
Verð: 1980 kr.
MARGIR VILDU HANN FEIGAN
Kristján Pétursson
löggæslumaður
Kristján er lang þekktasti lög-
gæslumaður seinni tíma á íslandi.
Hann hefur stjórnað rannsóknum
á helstu sakamálum og átt stærst-
an hlut í að upplýsa þau. Hann
hefur aftur og aftur rakið mál til fyr-
irmanna í samfélaginu og þá verið
stöðvaður. Hann lét illa að stjórn
enda fór hann sínar eigin leiðir.
Þessi bók staðfestir margvíslega
spillingu í íslensku réttarfari.
234 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 2890 kr.
ÞURRT OG BLAUTT AÐ
VESTAN
Björn Jónsson læknir - Bjössi
bomm
Síðara bindi ævisögu Bjössa
bomm. Hann segir frá skólaárum á
Akureyri og í Reykjavík og ekki sist
frá læknisstörfum í Vesturheimi.
Bjössi bomm er ekki venjulegur
maður en hann er hreinskilinn við
sjálfan sig og aðra. Hann segir frá
drykkjuskap og daðri við fallegar
konur. Læknir á meðal indíána og
varð þá að gera ýmislegt sem ekki
mundi viðurkennt í Skagafirði, en
Bjössi er og verður Bjössi bomm.
390 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 2890 kr.
BETRI HELMINGURINN
Margir
Frásögn kvenna er giftar eru
þekktum einstaklingum. Unnur Ól-
afsdóttir, maki séra Pálmi Matthí-
asson, Sigríður Hafstað, maki
Hjörtur E. Þórarinsson bóndi
Tjörn, Ólafía Ragnarsdóttir, maki
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri
Kópavogi, Gunnþórunn Jónsdóttir,
maki Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri
Olís, Helga Jóhannsdóttir, maki
Ómar Ragnarsson, fréttamaður.
220 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 2488 kr.
VÖKUNÓTT FUGLSINS
Matthías Johannessen
Bókin er að meginhluta viðtöl sem
Matthías Johannessen átti við tvo
vini sína sem báðir voru úr hópi
okkar mestu listamanna, þá Tóm-
as Guðmundsson og Jóhannes
Sveinsson Kjarval. Vökunótt fugls-
ins er einhver listrænasta viðtals-
bók sem við eigum enda skráð af
okkar mesta meistara á sviði slíkra
bókmennta.
236 blaðsíður.
Almenna bókafélagið.
Verð: 2595 kr.
ÍSLENSKIR HERMENN
Sæmundur Guðvinsson
Þótt hér sé enginn her hafa allmarg-
ir íslendingar gegnt herþjónustu. í
þessari bók ræðir Sæmundur Guð-
vinsson meðal annars við íslending
sem var foringi í Bandaríkjaher í
Kóreustríðinu, liðsforingja í land-
gönguliði bandáríska flotans sem
barðist í Víetnam mánuðum saman,
fyrrum meðlim í friðargæslusveitum
Sameinuðu þjóðanna í Líbanon,
mann sem var í her Rhodesíu og ís-
lenskan kappa sem barðist með
breska flughernum í heimsstyrjöld-
inni síðari og komst oft í hann
krappan.
Almenna bókafélagið.
Verð: 2182 kr.
GALÍNA rússnesk saga
Galína Vishnevskaja
Guðrún Egilson þýddi.
Ljóð þýddi Geir Kristjánsson
Galína Vishnevskaja er fæddur
sögumaður. Hún lýsir í þessari þók
hvernig hún rís úr örbirgð í barn-
æsku og verður ein eftirsóttasta
söngstjarna Sovétríkjanna. En hún
gerir meira en að lýsa eigin lífi.
Galína segir einnig sögu Sovétríkj-
anna. Hún dregur upp lifandi mynd
af lífi í Rússlandi Stalínismans,
sýnir neyðina í borgunum, hreins-
anirnar, herkví nasista, hungrið og
Stalín sjálfan.
382 blaðsíður.
Almenna bókafélagið.
Verð: 2843 kr.