Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 37

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 37
Þjóðlegur fróðleikur J' BJÖRN TH. BJÖRN^SOnV ÁÍSLENDINGASLOÐUM I V í KAUPMANNAHÖFN Æ Á ÍSLENDINGASLÓÐUM [ KAUPMANNAHÖFN Björn Th. Björnsson I þessari stórfróðlegu og skemmti- legu bók er þróun Kaupmannahafn- ar rakin, fjallað um sögufrægar byggingar og rifjaðar upp örlaga- sögur af íslendingum, bæði bros- legar og átakanlegar. Bókin kom fyrst út árið 1961 en er nú aukin og prýdd fjölda Ijósmynda og götu- kortum sem gera hana handhæga til að rata eftir um íslendingaslóðir. Sjónvarpsþættir höfundar voru byggðir á köflum úr bókinni. 278 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 3880 kr. Kilja: 2880 kr. MJÓFIRÐINGASÖGUR III. Vilhjálmur Hjálmarsson I þriðja hluta Mjófirðingasagna Vil- hjálms Hjálmarssonar á Brekku er áfram rakin byggðarsagan í átt- högum höfundar eystra og tekur yfir bólstaði norðan fjarðar. Lýkur þar yfirferð, sem hófst út við Nípu, en endar á Dalatanga. Hefur þá verið farin boðleið um Mjóafjörð og greint frá jörðum, búsetu og mann- lífi. Ritið er austfirsk skuggsjá og merkilegur hluti (slandssögu. Fjöldi mynda. 520 blaðsíður. Bókaútgáfa Mennlngarsjóðs. Verð: 3750 kr. k^iufráSankti Bernhards- hundinum © MEÐ KVEÐJU FRÁ SANKTI BERNHARDSHUNDINUM HALLDÓRI íslendingar í þjónustu þriðja ríkisins Ásgeir Guðmundsson og Önundur Björnsson í þessari bók er fjallað um íslend- inga sem Þjóðverjar sátu um og flæktu í njósnanet sín með líflátshót- unum. Þeir voru sendir til íslands í þýskum kafbátum en flestir gripnir strax. Skipstjóri og loftskeyta- maður seglskipsins Arctic voru ekki teknir neinum vettlingatökum af Þjóðverjum á heimleið frá Spáni. 280 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2890 kr. f ' ' ^ ' ’ KEFLAVIK í BYRJUN ALDAR Minningarjrá Keflavík Möríu Va/gerði Júnsdóttur Leiftur fiá liðnum árum Frásagnir af mannraunum, slysförum, dulrænum atburðum og skyggnu fóiki. SAFNAÐ HEFUR JÓN KR. ÍSFELD HANNES PÉTURSSON Frá Ketubjörgum til Klaustra P/ETTIR, GREINAR OG FRÁSÖGUR KEFLAVÍK í BYRJUN ALDAR Minningar frá Keflavik eftir Mörtu Valgerði Jónsdóttur Glæsilegt 3 binda ritsafn í öskju. Þættir Mörtu eru skrifaðir um þá er bjuggu í Keflavík og víðar á Suður- nesjum í byrjun aldar. Þættirnir eru 125. Guðleifur Sigurjónsson og Þorsteinn Jónsson tóku saman niðjatöl með 100 þáttum. Bók fyrir alla þá er unna ættfræði og sögu. 2006 blaðsíður. Líf og saga. Verð: 15975 kr. LEIFTUR FRÁ LIÐNUM ÁRUM 1-3 Jón Kr. ísfeld Bókaflokkurinn „Leiftur frá liðnum árum“ hefur hlotið mjög góðar við- tökur. í safni þessu eru fjölbreyttar frásagnir úr öllum landsfjórðung- um. Sagt er frá margháttuðum þjóðlegum fróðleik, reimleikum, dulrænum atburðum, skyggnu fólki, skipsströndum, skaðaveðr- um, sérstæðum hjúskaparmálum o.fl. - Þessi nýja útgáfa er í vand- aðri gjafaöskju og mun verða kær- komin vinagjöf. 620 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 4800 kr. (þrjú bindi) FRÁ KETUBJÖRGUM TIL KLAUSTRA Þættir, greinar og frásögur Hannes Pétursson í þessari bók eru alls 18 frásögu- þættir og greinar. Sögusviðið er að meginhluta skagfirskt og höfundur fjallar um mannlíf og persónur fyrri tíðar. Hér er þjóðlegur fróðleikur í fremstu röð, framreiddur af list- fengi svo unun er að lesa. Bókin er með mörgum myndum og nafnaskrám. Um 300 blaðsíður. Sögufélag Skagfirðinga. Dreifing Bókaforlag Odds Björnssonar. Verð: 2950 kr. FORSETARÍSLENSKA LÝÐVELDISINS Hrafn Jökulsson og Bjarni Guðmarsson í bókinni er rakinn æviferill fjögurra forseta íslenska lýðveldisins þeirra Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ás- geirssonar, Kristjáns Eldjárns og Vigdisar Finnbogadóttur. Forset- arnir fjórir koma nú í fyrsta sinn saman í bók. Frásögnin er lifandi og fjörleg. Bókin er ríkulega mynd- skreytt. Bókin er hluti af sögu ís- lensku þjóðarinnar og á því erindi til allra íslendinga. 280 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 3880 kr. EGILL JÖNSSON bjó (II pn-ntunar JÖDYNUR ' T * jl Hestarog mannlif i AusLur-SkaftafeUssýslu JÓDYNUR II hestar og mannlíf í Austur- Skaftafellssýslu Egill Jónsson bjó til prentunar Árið 1988 kom út fyrsta bindi af rit- verkinu Jódynur, sem hlaut mjög góðar viðtökur og staðfestir það hinn almenna áhuga fyrir meiri kynnum af þessum landshluta. Hestar, menn og svaðilfarir eru hluti af daglega lífinu og um það vilja menn fræðast. [ þessu bindi Jódyns er fjöldi greina sem allar eru tengdar hornfirska hestinum og því nána sambandi sem mynd- ast hefur milli fólksins og hestsins. Bókaforlag Odds Björnssonar Verð: 2400 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.